fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Hugljúft myndband Söru Bryndísar vekur mikla athygli utan landsteinanna – „Ég átti ekki von á því að það myndu svona margir sjá þetta“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 16:27

Sara Bryndís og Róbert Nikulásson ásamt þeim Kasper og Arýu - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sara Bryndís Emilsdóttir birti myndband af því hvernig nýji kötturinn hennar fór frá því að vera æstur villiköttur í elskulegan kúrukisa á samfélagsmiðlinum TikTok bjóst hún ekki við miklu áhorfi. Hún ákvað að gera myndbandið því henni finnst svo gaman að sjá svoleiðis á miðlinum en skömmu eftir að hún birti það fóru áhorfin að hrannast inn. Í dag hafa um 1,6 milljónir manna horft á myndband Söru og um 200 þúsund manns hafa sett hjarta við það.

Í samtali við DV segir Sara að flest áhorfin hafi komið fyrstu vikuna. „Ég átti ekki von á því að það myndu svona margir sjá þetta. Þetta fór bara allt í einu út um allt, kannski ekki jafn mikið á Íslandi, en allt í einu var bara fullt af fólki byrjað að skrifa athugasemdir,“ segir hún.

„Ég elska að horfa á svona myndbönd, ég elska villt dýr og svona erfið dýr finnst mér alltaf meira sjarmerandi en eitthvað sem er auðvelt. Ég ætlaði alltaf að vera dugleg að taka myndbönd og sýna frá ferlinu og svoleiðis. En svo var ég ekki það dugleg að því þannig ég safnaði bara öllu sem ég var búin að taka upp og setti það saman í myndband, bara upp á gamanið.“

Í myndbandinu má sjá hvernig villikötturinn Arýa varð að heimiliskettinum sem hún er í dag en myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

@saraxemilsd Welcome to the family Arýa🥰 #pets #cat #fyp #kitten #cute #foryoupage #animals #rescue #rescueanimals #feralcat #feral #cute #rescuecatsoftiktok #rescuecat #animalfriendships ♬ Send Me on My Way – Vibe Street

Vildi félagsskap fyrir Kasper eftir bílslysið

Í samtali við blaðamann útskýrir Sara nánar ferlið sem sjá má í myndbandinu og fer hún einnig yfir forsöguna.

„Ég átti þennan svarta sem heitir Kasper, ég var alltaf hundamanneskja en ég hafði bara ekki tíma í að sjá um hund svo ég fékk mér kött. Eftir það langaði vinkonu minni svo mikið í kött en sá köttur var bara ótrúlega erfiður. Hún endaði á því að gefast upp á honum og lét mig fá hann,“ segir Sara en í kjölfarið varð sá köttur, sem hét Ninja, og Kasper góðir vinir. „Þau voru bara alltaf saman en hún var samt alltaf ótrúlega erfið, var aldrei fullvaxta og beit mig endalaust í fæturnar.“

Ninja lést óvænt í bílslysi síðastliðinn desember og skildi eftir sig stórt gat í fjölskyldunni. „Það var bara eins og það vantaði hálfa fjölskylduna því það fór svo mikið fyrir henni.“

Ninja lést í desember síðastliðnum – Mynd/Aðsend

Það var þá sem Sara ákvað að henni langaði í aðra „erfiða kisu“. Hún skoðaði vefsíðu Kattholts og sá þar villiköttinn Arýu sem var þá um tveggja ára gömul. „Hún var alveg með svona reiðan svip á sér og greinilega rosalega villt en samt mjög lítil og sæt. Ég varð bara ástfangin strax og hugsaði með mér að ég yrði að fá þessa kisu,“ segir Sara.

Starfsfólkið í Kattholti var skeptískt á að leyfa Söru að fá Arýu þar sem hún hafði verið í Kattholti í tvo mánuði en samt ekki sýnt neinar bætingar þegar kemur að því að vera í kringum fólk. Sara náði þó að sannfæra starfsfólkið um að hún væri rétta manneskjan í verkið og fékk að lokum að taka Arýu með sér heim. „Ekki búast við neinu,“ sagði þó starfsfólkið við Söru og hún gerði það að sjálfsögðu ekki. „Ég vildi í rauninni bara félagsskap fyrir Kasper því hann var svo einmana án hinnar.“

Kasper reyndist lykillinn að hjarta Arýu

Þegar heim til Söru var komið var Arýa ekki sátt, hún vildi ekkert með Söru hafa og hvæsti bara á hana. „Við settum hana inn í þvottahús og myndavél svo við gætum fylgst með henni, séð hvort hún væri að borða og svoleiðis. Svo bankaði ég alltaf á hurðina áður en ég kom inn þannig hún gæti falið sig ef hún vildi. Við byrjuðum að koma bara inn til hennar í klukkutíma í senn á hverjum degi, gefa henni mat, reyna að gefa henni nammi og leyfa henni að venjast röddinni okkar,“ segir Sara sem las reglulega verkefnin sín inni hjá Arýu til að hjálpa henni að venjast röddinni sinni.

„Það var sagt við okkur að við ættum alls ekki að setja hinn köttinn hjá henni strax. Við áttum bara að leyfa þeim að borða sitt hvorum megin við hurðina, koma með dót sem lyktar eins og hann til að leyfa henni að venjast lyktinni af honum. En einhvern tímann var ég inni hjá henni og þá opnar Kasper hurðina og fer bara strax að henni og ég sagði bara „nei nei nei“. En þá kom hann með svo krúttlegt mjálm og sleikti á henni ennið og þau urðu bara bestu vinir strax við það.“

Kasper – Mynd/Aðsend

Eftir þetta byrjaði Sara alltaf að taka Kasper með sér inn til Arýu. „Út af honum, af því hann er svo ótrúlega slakur og elskulegur, fór hún að læra að það væri allt í lagi og hún fór að læra að við værum góð. Í framhaldi af því fór henni strax að batna, þá gat ég farið að hleypa henni út úr þvottahúsinu að skoða sig um með honum.“

Fyrst vildi Arýa bara vera í kringum Söru þegar Kasper var líka á svæðinu og hvæsti hún á hana um leið og hann fór út. Með tímanum fór hún þó að læra að það væri allt í lagi þó svo að Kasper væri ekki á staðnum og í dag kúrar hún hjá henni eins og enginn sé morgundagurinn.

Arýa – Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi

Arnar Grant og Kristín selja höllina á Arnarnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“

Íslenska OnlyFans-samfélagið nötrar – Gagnrýnir aðila sem er sakaður um „melludólgshátt“