fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Fókus
Þriðjudaginn 28. júní 2022 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur sá orðrómur verið á sveimi um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow í nýju Pirates of the Caribbean kvikmyndunum.

Samkvæmt sögunni átti Depp að hafa fengið rúmlega 39,8 milljarða, eða 301 milljónir Bandaríkjadala, frá Disney – en áður en aðdáendur leikarans verða of spenntir þá hefur talsmaður Depp sagt að þetta sé ekki satt.

„Þetta er uppspuni,“ sagði hann við NBC News.

Í gær greindi PopTopic frá því að leikarinn væri í samningaviðræðum við Disney.

„Disney hefur mikinn áhuga á því að laga sambandið við Johnny Depp,“ sagði heimildarmaður við PopTopic. Það eru komin fjögur ár síðan Disney sleit sambandi sínu við leikarann. „Þau binda miklar vonir við að Johnny fyrirgefi þeim og komi aftur til þeirra.“

Ekki séns sagði Depp

Depp lék Captain Jack Sparrow í fimm Pirates of the Caribbean kvikmyndum, sú síðasta kom út 2017.

Framleiðandi kvikmyndanna, Jerry Bruckheimer, er að vinna í tveimur nýjum Pirates myndum. Aðspurður í maí síðastliðnum hvort að Depp myndi taka þátt í framtíðarverkefnum sagði hann við The Sunday Times: „Ekki að svo stöddu. Framtíðin er óráðin.“

Depp sagði við réttarhöldin í meiðyrðamáli sínu gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, að hann hafi engan áhuga á því að snúa aftur og leika í fleiri Piarates kvikmyndum.

Á einum tímapunkti spurði lögfræðingur Heard, Ben Rottenborn, leikarann: „Ef Disney kæmi til þín með 300 milljónir Bandaríkjadala og milljón lamadýr myndir þú neita, því ekkert á þessari plánetu myndoi fá þig til að snúa aftur og vinna með Disney fyrir Pirates of the Caribbean kvikmynd, er það rétt?“

„Það er rétt,“ svaraði Depp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar