fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox

Fókus
Þriðjudaginn 28. júní 2022 13:29

Machine Gun Kelly og Megan Fox. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly „snappaði“ og reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox.

Machine Gun Kelly, eða MGK, og leikkonan Megan Fox byrjuðu saman snemma árs 2020 og trúlofuðust í janúar 2022.

MGK greinir frá þessu atviki í nýrri heimildarmynd um líf hans, „Life in Pink“, á streymisveitunni Hulu.

Það átti sér stað í júlí 2020, hann var þá að syrgja föður sinn sem lést í byrjun þess mánaðar.

„Ég neitaði að yfirgefa herbergið mitt og ég varð mjög, mjög, mjög slæmur. Megan var í Búlgaríu að taka upp mynd og ég var haldinn ofsóknaræði um að einhver ætlaði að koma og drepa mig,“ segir MGK.

Tónlistarmaðurinn segir að hann var vanur að sofa alltaf með haglabyssu við hliðina á sér á þessum tíma. „[Ég] bara fokking snappaði [þennan dag],“ segir MGK.

„Ég hringdi í Megan og var alveg: „Þú ert ekki til staðar fyrir mig.“ Ég var í herberginu mínu og var að fríka hana út. Gaur, ég setti haglabyssuna upp í mig og var að öskra á hana í símanum á meðan byssan var í kjaftinum á mér.“

Hann segir að byssan hafi verið hlaðin og hann reyndi að taka í gikkinn. „Skothylkið festist og það var dauðaþögn á línunni. Megan sagði ekki orð.“

MGK segir að það hafi verið á þessu augnabliki sem hann áttaði sig á því að „eitthvað væri ekki rétt.“ Megan og tólf ára dóttir hans, Casie, voru báðar búnar að segja við hann að þær væru komnar með nóg.

„Ég vissi að ég þyrfti að hætta dópinu í alvöru núna,“ sagði hann, en tók ekki fram hvort hann hefði verið á eiturlyfjum þegar hann reyndi að svipta sig lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Í gær

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“

Hilmar á þroskahamlaðan son – ,,Börnum fylgja enginn leiðbeiningabæklingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf

Anne Heche sögð heiladauð eftir slysið og ekki hugað líf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee

Netverjar slegnir yfir typpamynd Tommy Lee