fbpx
Sunnudagur 07.ágúst 2022
Fókus

Birta var fljót að hrista færslu Elliða af sér – ,,Ég verð ekki sár þótt að fólk kalli mig hóru“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 25. júní 2022 20:00

Birta Blanco Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er samfélagið sem við erum í í dag sem niðurlægir og neitar að virða mann sem manneskju í þessum bransa. Ekki bransinn sjálfur. Allavega ekki þegar ég er minn eigin herra,” segir OnlyFans stjarnan Birta Blanco.  

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, birti á dögunum færslu á Facebook með mynd af Birtu sem tekin var við upptökur á klámefni í Bandaríkjunum. Í henni segir meðal annars: 

,,Mér er það ljóst að kynhvötin er persónubundin og mótast af mörgu.  Ég veit ekki með aðra en fátt fælir mig -persónulega- meira og slekkur hraðar í mér en ljósmynd af konu, bundinni með keðju, krjúpandi á gólfi, borðandi eitthvað af því sem líkist skál sem hundar borða af.”

Myndin sem Elliði birti í færslu sinni.

Birta segir þetta hafa verið smá sjokk. ,,Það er hægt að segja að það hafi verið niðurlægjandi að lesa þetta og hugsa út í að hann hafi bara í alvöru sett þetta á Facebookið sitt um mig. En ég var fljót að hrista það af mér.”

Veit mamma þín af þessu?

Birta skammast sín ekki fyrir sína vinnu. Hún var nú á vordögum í Texas við upptökur á klámefni með framleiðanda að nafni Marcos Orlando sem hún hafði lengi spjallað við á netinu. Að því kom að hann bauð henni að koma út til sín í að taka upp efni. Birta sló til og dvaldi í stúdíóinu í þrjá daga við stöðugar upptökur. 

,,Þetta var risastórt stúdíó, reyndar í bakgarðinum hjá mömmu hans, sem er pínu fyndið. Hver er með klámstúdíó í bakgarðinum hjá mömmu sinni? Veit mamma þín af þessu? Hann viðurkenndi að hún vissi það ekki alveg en hann er reyndar að taka upp fullt af öðru efni þarna.” 

Hún segir Marcos hafa verið jafnvel indælli en hún hefði haldið. ,,Hann sýndi mér fulla virðingu og sá um mig frá a til ö. Ég fór í mat heim til hans þar sem konan hans eldaði gómsætan mat handa okkur og okkur kom æðislega saman. Þótt ég væri að ríða kallinum hennar!” segir Birta og skellihlær. 

Upphaflega ætlaði eiginkona Marcos að vera með en henni leið ekki vel með eigin líkama og dró sig út úr tökum. Svo fór að Birta og Marcos gerðu þrjú myndbönd sem unnt er að sjá á OnlyFans. Auðvitað gegn góðu gjaldi enda slíkar upptökur eitt dýrasta efnið á OnlyFans. ,,Maður tapar ekki á þessu. Langt frá því,” segir Birta og brosir. ,,En þetta er hörkuvinna. Ég hef aldrei verið jafn miklar harðsperrur á ævinni og eftir þessar þrjá daga.” 

Allt er í alvöru

Almennt finnst Birtu best að vinna ein og vinnur reyndar ekki með öðrum nema að hún treysti manneskjunni þúsund prósent, eins og hún orðar það. ,,Mér finnst ég persónulega ekki góð að taka myndir af sjálfri mér en mér finnst videóin mín mjög góð því ég er bara ég. Ég er enginn atvinnumanneskja í myndatökum en næ að gera þetta vel því allt er í alvöru, ég gæti ekki verið að feika þetta.”

Þrátt fyrir allt segist Birta ekki vera sátt í eigin skinni. ,,Ég veit ekki hvað það heitir en stundum borða ég ekki neitt og stundum borða ég mjög mikið. En þegar ég borða mikið verður það að vera sterkur matur. Ég gæti aldrei neytt mig til að æla en sterkur matur fer hratt hina leiðina. Þetta er eitthvað sem ég hef lengi þurft að fást við. Auðvitað reyni ég að halda þessu í skefjum en það getur verið erfitt. Akkúrat núna er til dæmis ekkert í ísskápnum nema tvær mjólkurfernur og vatn.”  

Prófa þú að ríða stanslaust!

,,Ég tek mjög fljótt eftir því ef ég þyngist og þá líður mér mjög illa. Ég er til dæmis ekki búin að taka neinar myndir né videó frá því ég kom frá Texas því að ég er búin að bæta á mig. En mig langar að vera góð fyrirmynd og það er í raun öllum drullusama, ég veit það innst inni.” 

Birta segir sig vera á nokkuð góðum stað í lífinu en enn sé hellingur sem þurfi að laga í hausnum á henni, eins og hún orðar það. ,,Ég fæ heiftarleg kvíðaköst og er með mikinn félagskvíða. Ég er reyndar að fara út fyrir þægindarammann og er að gera hluti sem eiga örugglega eftir að sprengja svolítið internetið. En það er enn leyndarmál.” 

Er félagslega heft

Birta segist halda sig frá neikvæðum athugasemdum. ,,Það setti reyndar einhver gaur inn komment um hvað ég væri sjúskuð en hey! Prófa þú að ríða stanslaust í þrjá daga og sjáðu hvort þú verður ekki sjúskaður! Mér fannst þetta fyndið. 

En þessi komment fara í alvöru ekki í taugarnar á mér og ég verð ekki sár þótt að fólk sé að kalla mig hóru og annað slíkt. Ég veit að ég er bara venjuleg manneskja.”

Mesta áreitið segir Birta vera á djamminu. ,,Ég er ekki vön þessum heimi, að fólk komi upp að manni og þekki mann. Og ég er svo félagslega heft að ég get ekki einu sinni tekið hrósi, veit ekki hvað ég á að segja og hrökklast bara í burtu. Ég held að ég sé með einhverfu að einhverju leyti en ég hef aldrei verið prófuð.”

Í fyrramálið birtist í DV ítarlegt viðtal við Birtu þar sem hún ræðir meðal annars af einlægni um erfiða æsku, kynferðisofbeldið, meðferðina á Vogi og skyggnigáfuna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér

Nágrannar kvaddir eftir 37 ár – Þetta eru stærstu stjörnurnar sem þættirnir hafa alið af sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman

Orri Huginn og Dwayne „The Rock“ Johnson ræddu saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“

Íslendingar á Twitter missa sig yfir eldgosinu – „Held ég hafi séð þessa mynd áður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 

Justin Timberlake sagður dónaleg díva – „Við vorum niðurlægðar“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum

Eign dagsins: Stílhrein og björt 72 fermetra risíbúð í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Giftist manninum sem örkumlaði hana – Blind ást

Giftist manninum sem örkumlaði hana – Blind ást
Fókus
Fyrir 6 dögum

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“

Uppfært: Erpur rændur í Eyjum – „Ég hef aldrei lent í öðru eins á ævi minni“