fbpx
Miðvikudagur 10.ágúst 2022
Fókus

Svona þakkaði Burger King starfsmanni fyrir 27 ár í starfi

Fókus
Föstudaginn 24. júní 2022 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Burger King deildi myndbandi af sér opna gjöf frá fyrirtækinu sem hann fékk eftir 27 ár í starfi og hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netheima,

Kevin Ford hefur unnið á Burger King í 27 ár og er með „fullkomna mætingu.“ Fyrir þjónustu sína við fyrirtækið í öll þessi ár fékk hann gjöf frá HMS Host, fyrirtækið sem ræður inn starfsmenn fyrir Burger King.

Hann fékk lítinn Reese‘s nammipoka, fjölnota Starbucks kaffibolla, tvo penna og einn bíómiða, TMZ greinir frá.

„Ég er ánægður með hvað sem er, þakklátur fyrir hvað sem ég fæ. Ég er ekki þannig týpa, trúðu mér, ég hef gengið í gegnum ýmislegt,“ sagði hann í samtali við TMZ.

„Þetta er frábært fyrirtæki, þú veist. Ég hef verið þarna í 27 ár. En eins og svo mörg stór fyrirtæki þá hafa þeir eiginlega misst tenginguna við starfsmennina, og í gegnum Covid og eitthvað, þá hættu þeir að gera ýmislegt,“ sagði hann.

„Í 20 ár fengum við ávísanir/gjafakort og það er það sem ég hélt í fyrtu að bíómiðinn væri. Ég var alveg: „Hey ég fékk loksins kortið mitt“ en svo sá ég að þetta var bíómiði og ekki einu sinni tveir miðar […] Það var eins og þeir gáfu mér bara dót sem þeir áttu nú þegar og settu saman í einn poka.“

Dóttir hans stofnaði GoFundMe síðu fyrir hann svo hann gæti komið og heimsótt barnabörnin sín í Texas, en hann býr í Las Vegas.

Leikarinn David Spade sá myndband Kevin og gaf honum fimm þúsund dollara, um 660 þúsund krónur, og sendi Burger King starfsmanninum falleg skilaboð.

Kevin getur núna tekið sér loksins frí í vinnunni og heimsótt fjölskyldu sína en á meðan greinin er skrifuð hafa tæplega 40 þúsund dollarar – um 5,3 milljónir króna – safnast á GoFundMe síðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gafst upp á karlmönnum eftir hræðilega lífsreynslu

Gafst upp á karlmönnum eftir hræðilega lífsreynslu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hentu 12 milljarða stórmynd í ruslið – Mun aldrei koma fyrir sjónir almennings

Hentu 12 milljarða stórmynd í ruslið – Mun aldrei koma fyrir sjónir almennings
Fókus
Fyrir 6 dögum

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu

Keppandi í Bachelorette biðst afsökunar á óásættanlegri framkomu
Fókus
Fyrir 1 viku

Monica Lewinsky biðlar til Beyoncé

Monica Lewinsky biðlar til Beyoncé