fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Dóttir Kristínar var beitt kynferðisofbeldi – „Við vorum útilokuð og útskúfuð“ af samfélaginu í Garði

Fókus
Föstudaginn 24. júní 2022 19:45

Kristín Sóley Kristinsdóttir. Skjáskot úr Eigin Konum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir gleymir aldrei stundinni þegar Lilja, sem þá var tólf ára, sagði henni að kærasti móðurinnar hefði ítrekað beitt hana kynferðisofbeldi.

Maðurinn var seinna dæmdur fyrir ofbeldið en samfélagið í Garði þar sem þær bjuggu sakaði barnið bæði um lygar og athyglissýki. Kristín Sóley segist aldrei geta fyrirgefið hvernig samfélagið brást dóttur hennar.

Þetta kemur fram í grein á Stundinni þar sem fjallað er um nýjasta þátt Eigin Kvenna í umsjón Eddu Falak sem ræðir við Kristínu Sóleyju.

Áður hafði Edda rætt við dótturina Lilju og lesa má umfjöllun DV um það hér.

Mamma hans gaf henni kakó fyrir misnotkunina

Maðurinn, sem var þarna á sextugsaldri, bjó þá með móður sinni sem fannst ekkert athugavert að sonur hennar væri að koma heim með átta ára stelpu. Mamma hans hafi gefið Lilju kakó og sagðist Lilja oft vilja heilsa upp á mömmu hans þegar þau fóru þangað til að kaupa sér aðeins meiri tíma áður en hann beitti hana ofbeldi á heimili sínu og móður sinnar.

Nú eru sautján ár síðan Lilja sagði frá og leggur Kristín Sóley mamma hennar mikla áherslu á að foreldrar trúi börnunum sínum.

„Mamma ég þarf að segja þér svolítið“

„Þetta kvöld þegar Lilja segir mér þetta er ég nýkomin frá London og það var svolítill æsingur í henni og litlu bræðrum hennar,“ segir Kristín Sóley en hún hafði þetta kvöld spurt Lilju og yngri bræður hennar hvernig þeim litist á að kærastinn hennar flytti inn til þeirra.

„Hann hafði aldrei gist heima og það stóð til að hann kæmi um kvöldið í heimsókn. Þá er mér litið á Lilju og ég sé að strákarnir eru voðalega kátir og glaðir með þetta en Lilja varð einhvern veginn, ég veit það ekki, en hún sagði við mig, mamma ég þarf að segja þér svolítið.“

Kristín Sóley segist strax hafa áttað sig á að það var eitthvað alvarlegt í uppsiglingu.

Afgreiðslukonan vildi ekki afgreiða bland í poka

Hún er ósátt við hvernig samfélagið í Garði hélt áfram að taka afstöðu með manninum jafnvel eftir að dómur féll.

„Þrátt fyrir að hann hafi fengið dóm og hann fékk 18 mánaða dóm og sat inni bara í fimm eða sex mánuði en fólk þagði samt. Það var enginn sem kom, það þurfti ekkert að koma til mín, … en það mátti segja við Lilju: Fyrirgefðu hvernig við létum við þig. Við vorum útilokuð og útskúfuð,“ segir Kristín og rifjar upp atvik frá þessum tíma þegar Lilja fór í búð til að kaupa mjólk og hafði fengið leyfi til að kaupa nammi fyrir hundrað krónur.

„Konan sem var að afgreiða grýtir í hana peningnum og segir henni að hún fái ekki afgreitt bland í poka þarna, … hún verði að fara eitthvað annað. …, og svo var verið að kalla hana lygara: Lilja þú átt ekki að ljúga svona uppá góðan mann.“ Kristín Sóley leggur áherslu á að þarna var dóttir hennar bara tólf ára barn.

Grein Stundarinnar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar