fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Komst að því að sonur hennar var að leggja stelpu í einelti – Svona greip hún til sinna ráða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. júní 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samm Jane er fimm barna móðir frá Warwickshire í Bretlandi. Fyrir nokkrum vikum fékk hún símtal frá skóla sonar hennar um að hann væri búinn að vera að leggja annan nemanda, stúlku, í skólanum í einelti. Forsvarsmenn skólans sögði henni að hann hefði kallað stúlkuna alls konar ljótum nöfnum og sagt við hana að hún væri feit og ljót.

Samm var miður sín við fréttirnar og bálreið. Þegar drengurinn, sem er 12 ára, kom heim úr skólanum krafðist hún þess að hann myndi opna símann sinn og sýna henni skilaboðin til stúlkunnar.

„Mér datt aldrei í hug að hann myndi verða svona, ég ól hann ekki upp til að koma illa fram við stelpur,“ segir  Samm. Kennedy News and Media greinir frá.

„Ég sá skilaboð frá honum til stelpunnar eins og: „Ég vil aldrei sjá ljóta andlitið þitt í skólanum aftur. Þú ert svo ljót og feit.“ Stelpan svaraði honum og sagði: „Hættu að vera svona vondur við mig.“ En hann hélt áfram og sendi henni einnig hljóðklippur,“ segir Samm.

„Ég skalf af reiði. Ég var öskuill. Ég sagði við hann: „Núna mun hún horfa í spegilinn og vera óörugg.“ En ég gat ekki látið kyrrt við liggja,“ segir hún.

Vildi kenna honum lexíu

Samm var ákveðin að kenna syni sínum lexíu og lagfæra aðstæður eftir bestu getu. Hún fór á stúfana og komst að því hvar stúlkan átti heima og fór þangað með son sinn til að biðjast afsökunar.

„Ég sagði honum að við ætluðum að biðjast afsökunar, en ekki aðeins biðja stúlkuna afsökunar heldur einnig foreldra hennar, frænkur hennar, frænda hennar og bara alla þá sem væru á heimilinu,“ segir hún.

Hún lét hann einnig nota 1600 krónur af vasapeningnum sínum til að kaupa blóm og súkkulaði handa henni.

„Ég lét hann biðjast afsökunar og telja upp allt það sem hann var að biðjast afsökunar á […] Stúlkan tók við afsökunarbeiðninni, hann gaf henni blómin og súkkulaðið og ég sagði: „Hann mun aldrei tala svona við þig aftur.““

Vinir í dag

Samm deildi sögu sinni á TikTok og hrósuðu netverjar viðbrögðum hennar hástert.

En Samm var hvergi nær hætt. Hún tók einnig tímabundið af honum símann, fartölvuna og PlayStation-tölvuna. „Ég vil að hann geri sér grein fyrir því sem hann gerði rangt, ég vil að hann viti að það séu afleiðingar,“ segir hún.

„Ég er að ala upp karlmann. Sonur minn er ekki með karlkyns fyrirmynd í lífi sínu svo ég verð að kenna honum hvað það merkir að vera karlmaður og ganga úr skugga um að hann sýni fólki virðingu.“

Allt er gott sem endar vel og segir Samm son sinn og stúlkuna vera vini í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“