fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fókus

Kardashian fjölskyldan afhjúpuð fyrir „feik“ atriði – Myndin sem kom upp um þau

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2022 12:29

Kourtney Kardashian, Tristan Thompson og Khloé Kardashian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur eru síður en svo sáttir eftir að þeir sáu mynd á netinu sem benti til þess að atriði úr raunveruleikaþætti The Kardashians var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að það átti að hafa gerst.

Í dramatískum lokaþætti The Kardashians fengu áhorfendur loksins að sjá viðbrögð Khloé Kardashian við fréttunum um að kærasti hennar og barnsfaðir, Tristan Thompson, hefði haldið framhjá henni – aftur – og feðrað barn með konu að nafni Maralee Nichols.

Þetta gerðist allt í desember, einmitt þegar það var verið að taka upp þættina, og tókst tökuliðinu að fanga augnablikin þegar allir komust að þessu. Í einu atriðinu er Khloé grátandi í símann við systur sína, Kim Kardashian, sem ákveður að kalla fjölskylduna á neyðarfund.

Kim var í heimaræktinni þegar hún komst að fréttunum um Tristan og hringdi í systur sína, Khloé.

„Alltaf þegar það er eitthvað alvarlegt fjölskyldudrama í gangi þá höldum við fjölskyldufund. Við styðjum öll hvert annað og erum til staðar,“ sagði Kim.

Kim, Kourtney Kardashian, Kris Jenner og kærasti hennar Corey Gamble, komu saman til að ræða um það sem hafði gerst og deila áhyggjum sínum af Khloé, sem mætti ekki á fundinn því hún var í rusli yfir fréttunum.

„Ég vil ekki að hún fari á þann stað þar sem hún hefur engan til að tala við því henni finnst hún þurfa að vera sterk,“ sagði Kris.

Kim sagði síðan að hún vildi vera viss um að Khloé myndi mæta í myndatöku fyrir þættina í desember.

Skjáskot af fundinum. Mynd/Hulu

En það virðist sem svo að þessi fundur átti sér ekki stað í desember 2021, eins og þættirnir gefa til kynna, heldur þann 31. janúar 2022, næstum tveimur mánuðum seinna.

Þar sem Kardashian-Jenner fjölskyldan er ein frægasta fjölskylda í heimi – og er mynduð í bak og fyrir í hvert skipti sem meðlimir hennar fara út úr húsi -tóku glöggir netverjar eftir því að Kourtney Kardashian var í nákvæmlega sömu fötum, með nákvæmlega sömu greiðslu, skartgripi og naglalakk daginn sem hún fundaði með fjölskyldunni og þegar hún var mynduð af paparazzi ljósmyndara, þann 31. janúar síðastliðinn.

Smelltu hér til að sjá myndirnar sem komu upp um þau.

Sem þýðir að Khloé var þá búin að mæta í þessa myndatöku sem Kim hafði áhyggjur af og telja margir aðdáendur þetta sanna að atriðið sé „feik.“

Myndatakan í desember. Mynd/Hulu

„Þetta útskýrir af hverju þau voru svona róleg á fundinum. Ég vildi óska þess að þau hefðu haldið sig við rétta tímalínu,“ segir einn netverji.

„Þessi fundur var svo tilfinningalaus. Faðernisskandallinn var svo sjokkerandi og fáranlegt að gera þetta svona er svo feik,“ segir annar.

Enginn af Kardashian-Jenner klaninu hefur tjáð sig um málið að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Edda deilir gleðifréttum -„Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari“ 

Katrín Edda deilir gleðifréttum -„Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Dögg og Sævar giftu sig aftur í gær – Þessi athöfn ekki bönnuð börnum

Sigga Dögg og Sævar giftu sig aftur í gær – Þessi athöfn ekki bönnuð börnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Minnist síðustu stundanna í lífi 17 ára dóttur sinnar – „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt“

Minnist síðustu stundanna í lífi 17 ára dóttur sinnar – „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau