fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Fjórir hvolpar sem Lovísa bjargaði frá ruslahaugum á Kýpur eru væntanlegir til landsins – „Hvert dýr skiptir máli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún Lovísa Lýðsdóttir er dýravinur og sýnir það í verki. Í júlímánuði næstkomandi eru væntanlegir fjórir hvolpar sem bjargað var frá ruslahaugum á Kýpur er þeir voru nánast nýfæddir og komið í öruggt skjól. Þeirra bíður nú að eiga sitt hundalíf á Íslandi, sem allt stefnir í að verði gott líf. Lovísa stendur að baki þessu verkefni sem hefur vissulega kostað bæði tíma og fé en Lovísu þykir það allt vel þess virði.

„Þetta byrjaði með því að ég sá tilkynningu frá stelpu um að það hefðu fundist 30 hunda á ruslahaugi í Kýpur. Þetta var í febrúar. Hún sagðist vera búin að redda afslætti á dýralækningakostnaði og fósturheimili fyrir þá sem gætu flutt hvolpa og hunda til Íslands. Þetta er íslensk stelpa og ég prófaði að hafa samband við hana. Ég ætlaði bara að taka einn hvolp en það endaði í fjórum,“ segir Lovísa og hlær.

Hundarnir hafa verið í öruggu skjóli á tímabundnu fósturheimili á Kýpur. „Þeir eru hjá þessari konu á Kýpur á meðan þeir fara í gegnum allar þær sprautur og blóðprufur sem þeir þurfa að fá. Svo koma þeir hingað í júlí og fara þá strax í tveggja vikna sóttkví,“ segir Lovísa og bætir við að vissulega takið þetta ferli nokkuð langan tíma. En allt sé þetta algjörlega yfirstíganlegt með dálítil þolinmæði.

En er þetta ekki mikill kostnaður? „Þetta kostar vissulega sitt en fólkið sem fær hina þrjá hvolpana mun borga eitthvað fyrir þá og þannig deila hluta af kostnaðinum,“ segir Lovísa sem ætlar að eiga einn hvolp sjálf en hefur fundið eigendur fyrir hin þrjú dýrin eftir tilkynningar á Facebook.

Lovísa, sem er að verða 24 ára, segir einnig að foreldrar hennar hafi hjálpað sér mjög mikið, ekki síst fjárhagslega.

Að sögn Lovísu eru hundarnir mjög blandaðir: „Shaeffer, Golden Retriever, Labrador, Pointer, alls konar. Við erum að fá myndir og vídeó af þeim. Þeir virðast mjög ljúfir og góðir en auðvitað veit fólk ekkert hvað það er að fá í hendurnar þegar þeir fara á heimili hér,“ segir Lovísa sem er vongóð um að dýrunum muni farnast vel hér.

Lovísa hlakkar mikið til að fá sinn hvolp og hún er glöð yfir að hafa lagt örlítið af mörkum til dýraverndar með þessu verkefni. „Hvert dýr skiptir máli,“ segir hún og aðspurð segir hún ekki útilokað að hún muni bjarga fleiri dýrum í framtíðinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“