fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fókus

Fjórir hvolpar sem Lovísa bjargaði frá ruslahaugum á Kýpur eru væntanlegir til landsins – „Hvert dýr skiptir máli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún Lovísa Lýðsdóttir er dýravinur og sýnir það í verki. Í júlímánuði næstkomandi eru væntanlegir fjórir hvolpar sem bjargað var frá ruslahaugum á Kýpur er þeir voru nánast nýfæddir og komið í öruggt skjól. Þeirra bíður nú að eiga sitt hundalíf á Íslandi, sem allt stefnir í að verði gott líf. Lovísa stendur að baki þessu verkefni sem hefur vissulega kostað bæði tíma og fé en Lovísu þykir það allt vel þess virði.

„Þetta byrjaði með því að ég sá tilkynningu frá stelpu um að það hefðu fundist 30 hunda á ruslahaugi í Kýpur. Þetta var í febrúar. Hún sagðist vera búin að redda afslætti á dýralækningakostnaði og fósturheimili fyrir þá sem gætu flutt hvolpa og hunda til Íslands. Þetta er íslensk stelpa og ég prófaði að hafa samband við hana. Ég ætlaði bara að taka einn hvolp en það endaði í fjórum,“ segir Lovísa og hlær.

Hundarnir hafa verið í öruggu skjóli á tímabundnu fósturheimili á Kýpur. „Þeir eru hjá þessari konu á Kýpur á meðan þeir fara í gegnum allar þær sprautur og blóðprufur sem þeir þurfa að fá. Svo koma þeir hingað í júlí og fara þá strax í tveggja vikna sóttkví,“ segir Lovísa og bætir við að vissulega takið þetta ferli nokkuð langan tíma. En allt sé þetta algjörlega yfirstíganlegt með dálítil þolinmæði.

En er þetta ekki mikill kostnaður? „Þetta kostar vissulega sitt en fólkið sem fær hina þrjá hvolpana mun borga eitthvað fyrir þá og þannig deila hluta af kostnaðinum,“ segir Lovísa sem ætlar að eiga einn hvolp sjálf en hefur fundið eigendur fyrir hin þrjú dýrin eftir tilkynningar á Facebook.

Lovísa, sem er að verða 24 ára, segir einnig að foreldrar hennar hafi hjálpað sér mjög mikið, ekki síst fjárhagslega.

Að sögn Lovísu eru hundarnir mjög blandaðir: „Shaeffer, Golden Retriever, Labrador, Pointer, alls konar. Við erum að fá myndir og vídeó af þeim. Þeir virðast mjög ljúfir og góðir en auðvitað veit fólk ekkert hvað það er að fá í hendurnar þegar þeir fara á heimili hér,“ segir Lovísa sem er vongóð um að dýrunum muni farnast vel hér.

Lovísa hlakkar mikið til að fá sinn hvolp og hún er glöð yfir að hafa lagt örlítið af mörkum til dýraverndar með þessu verkefni. „Hvert dýr skiptir máli,“ segir hún og aðspurð segir hún ekki útilokað að hún muni bjarga fleiri dýrum í framtíðinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin

Amber Heard rýfur þögnina – Allt sem þú þarft að vita um fyrsta viðtalið eftir réttarhöldin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Samtalið sem breytti lífi Bradley Cooper og gerði hann edrú – „Ég var háður kókaíni“

Samtalið sem breytti lífi Bradley Cooper og gerði hann edrú – „Ég var háður kókaíni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Britney lætur bróður sinn heyra það – Var ekki boðið í brúðkaupið því hann neitaði henni um áfengi

Britney lætur bróður sinn heyra það – Var ekki boðið í brúðkaupið því hann neitaði henni um áfengi