fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fókus

Birgitta Líf deilir því sem pabbi hennar sagði við hana þegar hún las fyrstu ljótu athugasemdirnar um sig

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2022 11:12

Birgitta Líf og Bjössi í World Class.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er nýjasti gestur Kristjáns Hafþórssonar í hlaðvarpsþættinum Jákastið.

Birgitta er eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og markaðstjóri World Class, sem er í eigu foreldra hennar, Björns Kr. Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur – betur þekkt sem Bjössi og Dísa.

Í þættinum ræðir hún um hvernig það er að vera opinber manneskja, athyglina sem því fylgir og leiðinlegu athugasemdirnar um hana á netinu. Hún segist aldrei hafa prófað neitt sterkara en áfengi og vill sýna að það sé hægt að djamma á heilbrigðan hátt.

Fékk ráð frá pabba

Birgitta viðurkennir að það fylgi því að vera opinber manneskja að sjá „mjög mikið af skítakommentum“ um sig á netinu.

„Ég les ekki einhver komment og pæli ekki í neinu svoleiðis […] Þegar maður var fyrst í sviðsljósinu þá auðvitað gerði maður það. Og pabbi kom bara til mín og sagði: „Ekki lesa kommentin, ekki pæla í þessu. Þú veist fyrir hvað þú stendur og hvað þú gerir og bara kassann út,““ segir Birgitta Líf.

Hún bætir við að það þýði þó ekki að það komi ekki stundum fyrir að hún lesi athugasemdir eða verði lítil í sér.

„En það eina sem maður getur gert er bara kassann út. Ég man bara það sem pabbi sagði við mig […] og ég hundrað prósent veit fyrir hvað ég stend og mín gildi. Ég vil vera fyrirmynd og ég veit að ég er góð fyrirmynd, ég fæ oft skilaboð frá mömmum sem eiga kannski ungar stelpur og svona. Maður fær alls konar skítakomment, fólk heldur eitthvað annað um mann en er satt, heldur að maður sé eitthvað öðruvísi eða einhver algjör prímadonna eða whatever, sem ég get alveg verið líka og ég algjörlega viðurkenni það,“ segir hún.

Aldrei til lokunar

„En einhver svona leiðindakomment um mína persónu eða að ég eigi að vera að gera eitthvað í einhverju shady dæmi, sem ég er bara alls ekki. Maður nennir ekki að hlusta á það. Allir í kringum mig vita hvernig ég er og hvað ég er með heilbrigðan og flottan lífsstíl. Ég er alltaf að impra á það, sumir spyrja: „Hvernig fer það saman að vera með skemmtistað og líkamsrækt?“ Ég segi bara mjög vel, ég er líka sérstaklega að impra á heilbrigt djamm. Mæta snemma, ég er aldrei til lokunar á klúbbunum, ég er ekki fram á miðjan morgun.“

Birgitta segir að hún drekki áfengi og vilji sýna að það sé hægt að djamma á heilbrigðan hátt.

„Ég drekk áfengi og vil sýna að maður getur gert það – mjög frábært ef fólk gerir það ekki –  mér finnst það skemmtilegt, mér finnst gott að fá mér vín og kokteila með vinkonunum í góðu veðri eða whatever og ég vil þá líka geta sýnt að það sé hægt að gera það í góðu hófi. Ég held ég geti sagt að ég hef aldrei farið eitthvað overboard eða í eitthvað blackout, ég hef aldrei reykt sígarettur eða neitt, eða gert neitt sterkara en áfengi. Ég hef heyrt alls konar um mig en ég veit fyrir hvað ég stend, allir í kringum mig alveg: „Pfff Birgitta hún er síðasta manneskjan sem myndi gera eitthvað.“ Ég vil vera fyrirmynd, sýna að maður getur gert bæði, geti gert þetta á heilbrigðan hátt, farið heim, vaknað og farið í göngutúr með hundinn eða gymmið eða hvað sem er.“

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á öllum helstu streymisveitum og einnig með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Edda deilir gleðifréttum -„Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari“ 

Katrín Edda deilir gleðifréttum -„Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga Dögg og Sævar giftu sig aftur í gær – Þessi athöfn ekki bönnuð börnum

Sigga Dögg og Sævar giftu sig aftur í gær – Þessi athöfn ekki bönnuð börnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Minnist síðustu stundanna í lífi 17 ára dóttur sinnar – „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt“

Minnist síðustu stundanna í lífi 17 ára dóttur sinnar – „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau