fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Aldursákvæði kosningaréttar kvenna var einsdæmi í heiminum – „Hinn nafnfrægi, íslenski stjórnviskulegi búhnykkur“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 19. júní 2022 12:35

Kosningaréttinum fagnað árið 1915

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fagna konur Kvenréttindadeginum, hátíðis- og baráttudegi kvenna, og eru þá liðin 107 ár frá því að konur fengu í fyrsta sinn að ganga að til þingkosninga. Því bar að þakka ákvæði í nýrri stjórnarskrá Íslands, sem þáverandi kóngur Dana, Kristján tíundi samþykkti. Þáttakan var þó ekki á færi allra því aðeins þær konur höfðu náð 40 ára aldri fengu að njóta kosningaréttarins.

„Hinn nafnfrægi, íslenski stjórnviskulegi búhnykkur“

Þetta aldursákvæði var svo að segja einsdæmi í heiminum og voru Íslendingar eina þjóðin sem hafði sett slíkar skorður á þessum tíma. Eina sambærilega dæmið má finna meðal Breta sem settu mörkin við 30 ára aldurinn árið 1918. Má til að mynda nefna að árið 1915 fengu danskar konur kosningarétt á pari við karlmenn og hvergi tiltekið neitt aldursákvæði.

Má ætla að þar hafi þingmenn reynt að leggja stein í götu kvenréttindakvenna- og karla.

Ein af helstu frumkvöðlum íslensku kvennabaráttunnar, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, kallaði þetta „hinn nafnfræga, íslenska stjórnviskulega búhnykk“ í blaði sínu, Kvennablaðinu.

Barátta kvenna fyrir kosningarétti hafði staðið frá árinu 1885 og áratug síðar kom fram fyrsta opinbera krafan sett fram af Sighvati Árnasyni, þingmanni. Tillögunni var vísað frá af þingforseta.

Mjög fáar konur gátu nýtt réttinn

Konur höfðu árið 1882 öðlast kosningarétt til hreppsnefnda, sýslunefnda, bæjarstjórna og safnaðarnefnda. Þessi kosningaréttur var þó afar takmarkaður og hljóðaði upp á einvörðungu ekkjur og aðrar ógiftar konur sem sátu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar fengju kosningarétt til nefnda og bæjarstjórna. Þær þurftu ennfremur að hafa náð 25 ára aldri og réttinum fylgdi ekki kjörgengi. Þar sem vinnukonur áttu sig ekki sjálfar voru það mjög fáar konur sem gátu nýtt sér þennan kosningarétt.

Konur urðu síðan kjörgengar til nefnda og bæjarstjórna árið 1902.

Óráðlegt með öllu að fjölga kjósendum

Það er áhugavert að líta til þeirrar rökfærslu sem þáverandi þingmenn notfærðu sér við réttlætingu aldursákvæðisins. Árið 1911 hafði Alþingi samþykkt frumvarp sem gerði ráð fyrir jöfnum atkvæðisrétti karla og kvenna til Alþingis.

Við umræður lagði Jón Jónsson í Múla fram breytingartillögu þess efnis aldurstakmörkin yrðu 40 ár því það væri „óráðlegt með öllu væri að fjölga kjósendum um 2/3 hluta í einu.” Tillagan var felld en hlaut ekki náð fyrir augum danskra stjórnvalda fremur en önnur stjórnskipunarákvæði þetta árið því sambandsmál Dana og Íslendinga voru í hnút.

Enn þurftu konur að bíða.

Ótti við breytingar

Á vef Kvennasögusafnsins er kastað fram þeirri spurningu hvaðan sú hugmynd hafi hvarflað að þingmönnum norður í Dumbshafi að njörva þingskosningarétt kvenna niður við 40 ára aldur. Og sé litið til samtímaheimilda má sjá að þingmenn voru vel meðvitaðir um þróun kosningaréttar kvenna úti í heimi svo vart verður fáfræði kennt um.

Árið 1913 komu þingmenn sér saman um nýtt frumvarp varðandi kosningarétt kvenna og nú sveif andi Jóns í Múla yfir vötnum að honum látnum. Meirihluti þingmanna virðist hafa óttast mjög yfirvofandi breytingar og sagði í athugasemdum sínum við frumvarpið að varhugavert væri að „fjölga svo kjósendum alt í einu, að núverandi kjósendur sjeu sviftir mest öllu valdi yfir landsins málum.“

Hér bregður fyrir ótta við yfirvofandi breytingar hjá nefndinni. Sams konar ótta má finna í máli Jóns Magnússonar sem sagði í umræðum að hætt yrði við að konur myndu skoða sig sem sérstakan flokk sem aðeins mætti kjósa konur á þing ef þær fengju kosningaréttinn allar í einu. Síðan klykkti hann út: „Að minsta kosti höfum við Reykvíkingar dæmi fyrir okkur í þessu.“ Er þá vísað til þess að árin 1908, 1910 og 1912 höfðu verið boðnir fram kvennalistar sem hlutu prýðisgóðar undirtektir.

Konur hafa ekkert til málanna að leggja

Auður Styrkársdóttir segir í grein sinni, Barátta um vald, sem gefin var út árið 1994 að kosningastarfið og vinnan í bæjarstjórninni hafi hleypt konum kapp í kinn og sýnt hvers þær voru megnugar er þær stóðu saman. „Sennilega er það þetta kapp sem þingmenn voru farnir að óttast er hér var komið sögu. Svo var einnig um fleiri“.

Í landsmálablöðunum Ísafold og Þjóðólfi fóru að birtast greinar er kom fram á vorið 1911 þar sem beinlínis var ráðist að konum og þær ekki taldar hafa neitt það til mála að leggja sem ætti erindi í stjórnmál. „Í kosningafélaginu Fram, félagi Heimastjórnarmanna, hafði Jón Þorláksson borið upp snemma árs 1912 og fengið samþykkta tillögu um að ráða Alþingi frá því að samþykkja rýmkun kosningaréttarins fyrirvaralaust.

Hér var nýr tónn sleginn. Kvenréttindabaráttan hafði verið tiltölulega meinlítil hér á landi fram að þessu, en nú urðu eins og kynslóðaskipti í umræðunni og að meinleysisgríman rynni af þeim karlmönnum sem komu nærri stjórn landsins. Fordæmið frá Reykjavík mátti ekki endurtaka sig í landsmálunum”, skrifar Auður.

Loksins, loksins

Með kosningaákvæðinu 1915 er tekið fram að aldursmarkið á Íslandi skyldi lækka um eitt ár á ári þannig að árið 1931 stæðu konur og karlar jafnfæti, sem einnig er fordæmislaust um heim allann. Svo fór sem betur fer að konur þurftu ekki að bíða því með sambandslagasamningum milli Dana og Íslendinga árið 1920 var ýmsum ákvæðum breytt, meðal annars um kosningarétt kvenna og hann færður til jafns á við karlmenn.

Var Ingibjörg H. Bjarnason fyrst kvenna kosin til setu á Alþingi, en hún var landskjörinn alþingismaður 1922–1930.

Haldið hefur verið upp á daginn frá árið 1916, lengi vel með fjáröflunar Landspítalasjóðsins en það var kvenréttindakonum lengi hjartans mál að safna fé til byggingar Landspítala í minningu kosningaréttarins.

Heilar kvenna of smáir

Við þetta má bæta að í fyrra áttu svissneskar konur hálfrar aldar afmæli kosningaréttar en Sviss var síðasta landið í Evrópu til að veita konum kosningarétt. Kosið var um málið árið 1959 og það kolfellt af 67% kjósenda og sagði aðgerðarsinni í viðtali við BBC eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir að konur hafi syrgt.

Rök­semda­færsl­ur karl­manna fyr­ir því að kon­ur ættu ekki að fá að kjósa voru ým­iss kon­ar. Sum­um þótti nóg að at­kvæði þeirra kæm­ist til skila í gegn­um at­kvæði eig­in­manns­ins, öðrum þótti kosn­inga­rétt­ur kvenna „ónátt­úra“, enn aðrir sögðu heila kvenna of smáa.

Árið 1971 voru nýj­ar kosn­ing­ar boðaðar um sama efni. Þá höfðu kon­ur þrýst mikið á breyt­ing­ar og samþykktu karl­arn­ir loks kosn­inga­rétt kvenna. Í þing­kosn­ing­um síðar á ár­inu tóku síðan fyrstu kon­urn­ar þing­sæti í Sviss.

Til hamingju með daginn íslenskar konur!

Heimildir: 
https://www.konurogstjornmal.is/
https://kvennasogusafn.is/
https://en.wikipedia.org/

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“