fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Sigga Dögg og Sævar giftu sig aftur í gær – Þessi athöfn ekki bönnuð börnum

Fókus
Laugardaginn 18. júní 2022 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg, kynfræðingur, gekk í gær að eiga eiginmann sinn Sævar Eyjólfsson. Þetta er annað brúðkaup þeirra hjóna en þau gengu fyrst í það heilaga í New York í maí.

Sjá einnig: Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Athöfnin sem fór fram í New York var að sögn Siggu Daggar „mjög sóðaleg“ og „algerlega bönnuð innan átján ára“. Greindi hún frá því í framhaldinu að þau ætluðu að halda íslenskt ástarpartí í sumar með besta fólkinu sínu.

Sú veisla fór fram í gær og var ekki bönnuð börnum þó svo að myllumerkið sem notað var til að merkja samfélagsmiðlafærslur hafi verið #sóðabrók2022

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem birtust á samfélagsmiðlum í gær var gleðin við völd og Sigga Dögg skartaði ekki bara einu fallegu dressi heldur nokkrum og geislaði að sjálfsögðu af gleði og hamingju í þeim öllum.

Sigga Dögg og Sævar féllu um hvort annað fyrir tveimur árum síðar. Sævar er frá Bolungarvík og er fyrrverandi fótboltamaður. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum.

Fókus óskar hjónunum aftur innilega til hamingju með ástina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Marel Sóliman Arnarson (@marel_sol)

Og svo verður að minnast á þessa geggjuðu skó sem Sigga var í, fullkomnir til að stíga trylltan dans í.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Í gær

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Í gær

Chris Pratt rýfur loksins þögnina um umdeildu færsluna um eiginkonuna

Chris Pratt rýfur loksins þögnina um umdeildu færsluna um eiginkonuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kendall Jenner gerir allt vitlaust með nektarmynd

Kendall Jenner gerir allt vitlaust með nektarmynd