fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fókus

Leikarinn úr Diary of a Wimpy Kid myrti móður sína – Ætlaði einnig að myrða Justin Trudeau

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. júní 2022 11:19

Ryan Grantham í Netflix þáttunum Riverdale.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Ryan Grantham myrti móður sína og lagði ráðin um að myrða forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau.

Ryan, 24 ára, er hvað þekktastur fyrir að leika aðalhlutverkið í Diary of a Wimpy Kid, hann hefur einnig komið fram í fjölda verkefna, eins og vinsælu Netflix þáttunum Riverdale og iZombie.

Ryan myrti móður sína, Barbara Anne Waite, í mars 2020, og játaði morð af annarri gráðu fyrir dómi í mars síðastliðnum. Í Bandaríkjunum þýðir það manndráp af ásetning án þess að það hafi verið skipulagt. Hann hlaut fyrir það lífstíðardóm, en getur sótt um skilorð eftir 10 til 25 ár. Ákvörðun refsingar hófst fyrr í vikunni.

CBC greinir frá því að Ryan hafi „æft“ morðið og tekið myndbönd, meðal annars tekið upp klukkustundirnar eftir morðið þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt móður sína og sýndi lík hennar. Hann skaut hana í höfuðið með byssu á meðan hún spilaði á píanó.

Eftir morðið á Ryan að hafa sett þrjár byssur, skotfæri, tólf „molotov kokteila“, útilegugræjur og landakort með leiðbeiningum að heimili kanadíska forsætisráðherrans og fjölskyldu hans.

Samkvæmt Complex greindi Ryan frá þessum áformum í yfirlýsingu sinni til lögreglunnar, þetta kom einnig fram fyrir dómi þegar lesið var upp úr dagbók hans. En í stað þess að fara heim til Justin Trudeau fór hann til lögreglunnar í Vancouver og játaði brot sín.

Í skýrslum tveggja geðlækna sem voru birtar fyrir dómi kom fram að mánuðina fyrir morðið hafði leikarinn verið að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil þar sem hann var að kljást við klínískt þunglyndi. Í skýrslunum kom einnig fram að Ryan hafi verið að „upplifa þörf til að beita ofbeldi og drepa sig“ en í staðinn hefði hann myrt móður sína „til að hlífa henni fyrir ofbeldinu sem hann átti eftir að beita.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið
Fókus
Í gær

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu