fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fókus

Dagskrá 17. júní í Reykjavík

Fókus
Fimmtudaginn 16. júní 2022 13:57

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur á morgun 17. júní. Dagskráin er fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin í heild sinni

Morgundagskrá á Austurvelli kl. 10-12
Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem varaforseti borgarstjórnar, Magnea Gná Jóhannsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveitin Svanur leikur við athöfnina.

Skrúðgöngur
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi klukkan 13.00. Báðar skrúðgöngur ganga að hátíðarsvæðinu í Hljómskálagarði. Í skrúðgöngunni frá Hallgrímskirkju slæst tröllvaxinn leynigestur í hópinn og Lúðrasveit Verkalýðsins leikur undir. Í skrúðgöngunni frá Hagatorgi í Hljómskálagarð mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika undir. Öllum er velkomið að taka þátt í skrúðgöngunum.

Þjóðhátíð í Reykjavík
Skemmtidagskráin á 17. júní verður í Hljómskálagarði, Klambratúni, Breiðholti og Grafarvogi.

Hljómskálagarður
Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefst skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skátar sjá um náttúruþrautabraut, leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands sýnir allskyns sirkuskúnstir. Listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp.Ýmsar uppákomur verða á víð á dreif um garðinn Húllastelpan, Hringleikur og tröll verður á sveimi.

Njótum saman á Klambratúni
Á Klambratúni verður boðið upp létta og skemmtilega stemningu fyrir alla fjölskylduna og hefst dagskrá klukkan 13:00. Hoppukastalar, Matarvagnar, Dj Fusion Groove, Kramhúsið með breik og hip hop fyrir börn og unglinga, Dans Brynju Péturs og HEMA skylmingar.

Dansveisla í Ráðhúsinu
Harmonikkuball frá 16.00-17.30 fyrir þá sem vilja alvöru ball.

Hátíðardagskrá í Breiðholti og Grafarvogi
Hátíðardagskrá í Breiðholti fer fram á Leiknisvelli en þar koma fram Úlfur Úlfur, Bjarni töframaður, Jón Arnór og Baldur, auk þess sem hægt er að taka þátt í línudansi, fara í búbblubolta og margt fleira.

Í Grafarvogi munu Skátafélagið Vogabúar og skákdeild Fjölnis standa að hverfahátíð í frístundagarðinum við Gufunesbæ frá kl.14:00 til 17:30. Skákmót, leiktæki og hoppukastalar, heitt verður á grillinu og Dóra og döðlurnar, Espólin, 5K Á KORTIÐ og Jón Jónsson skemmta gestum og gangandi.

Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.

Dagskrá má nálgast á 17juni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Í gær

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow