fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Samtalið sem breytti lífi Bradley Cooper og gerði hann edrú – „Ég var háður kókaíni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. júní 2022 10:59

Bradley Cooper. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og leikstjórinn Bradley Cooper ræddi um edrúvegferð sína í hlaðvarpsþætti Amazon Music, „SmartLess“, með þáttastjórnendunum og leikurunum Jason bateman, Will Arnett og Sean Hayes.

Cooper segir að hann hafi verið „svo týndur“ þegar hann glímdi við fíkniefna- og áfengisfíkn upp úr aldamótunum 2000.

Bradley, sem er í dag 47 ára, segir að á þeim tíma hafi hann ekki áttað sig á því að hann væri að stefna í sjálfseyðingu fyrr en leikarinn og grínistinn Will Arnett, sem var á þeim tíma giftur vini Cooper, leikkonunni Amy Poehler, blandaði sér í málið og gagnrýndi hegðun hans.

„Ég var háður kókaíni,“  viðurkennir leikarinn og segir frá því að hann hafi slitið hásin og „var rekinn/hætti“ í þættinum Alias þegar verst lét. Hann glímdi einnig við fleiri vandamál.

„Ég var svo þunglyndur,“ segir hann. Hann viðurkennir að hann hafi ekki verið með neitt sjálfstraust á þessum tíma og hann hafi notað „kvikindislegan húmor“ til að upphefja sjálfan sig og í leiðinni „sært aðra verulega.“

Hann rifjar upp partí sem hann fór í með Arnett í júlí 200.  Þar fannst honum hann vera „svo fyndinn“ en komst svo að því seinna að partígestum hafi þótt hann hegða sér eins og „algjör fáviti“ allt kvöldið.

„Þetta var í fyrsta skipti sem ég áttaði mig á því að ég væri að glíma við áfengis- og fíkniefnavanda. Ég mun bara aldrei gleyma þessu,“ segir hann og vísar til þess þegar Arnett neyddi hann til að horfast í augu við hegðun sína.

Cooper segir að Arnett sé ástæðan fyrir því að hann varð edrú. „Hann tók áhættuna, að eiga erfitt samtal við mig, en þetta samtal kom mér á þá vegferð sem ég er í dag og breytti lífi mínu.“

Næstu árin gerði leikarinn fleiri breytingar á lífi sínu og vann mikið í sjálfum sér. Þessi vinna skilaði sér í stærri og betri hlutverkum, og hann kynntist fyrrverandi eiginkonu sinni, Irinu Shayk, og eignuðust þau saman dóttur. Hann segir að föðurhlutverkið sé besta hlutverk hans til þessa.

Það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun