fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Ósk var beitt kynferðisofbeldi á skemmtistað í Grikklandi á fimmtudaginn – „Ég fraus“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. júní 2022 18:59

Ósk Tryggvadóttir. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og OnlyFans-stjarnan Ósk Tryggvadóttir er á leið heim frá Grikklandi. Ferðin átti að vera full af ævintýrum og atvinnutækifærum en hún tók ákvörðun um að koma heim, nokkrum vikum fyrir áætlaða heimferð, eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á skemmtistaðnum sem hún vann hjá.

Ósk hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferðalaginu. Hún nýtur mikilla vinsælda á miðlinum, þá bæði vegna þess að hún er með opinn og hressan persónuleika, og hvernig hún ræðir hispurslaust og hreinskilið um andlega heilsu og erfiðleika. Í morgun greindi hún frá því að hún væri að fara fyrr heim frá Grikklandi til að huga að andlegri heilsu.

Í samtali við DV sagði hún að meira byggi að baki. Hún var beitt kynferðisofbeldi á skemmtistað á fimmtudaginn. Það tók hana tvo daga að átta sig almennilega á því sem hafði gerst og á laugardaginn tók hún ákvörðun um að koma heim og setja andlega heilsu í forgang.

Marghæfur skemmtikraftur

Ósk vakti mikla athygli hér á landi fyrri hluta árs 2021 þegar hún steig fram ásamt kærasta sínum, Ingólfi Vali Þrastarsyni, í viðtali hjá Eigin Konum og þau lýstu starfi sínu sem klámstjörnur á OnlyFans. Ósk og Ingó, eins og hann er kallaður, eru í opnu fjölkæru sambandi.

Sjá einnig: OnlyFans skandallinn sem setti allt í háaloft – „Við settumst bara niður, skjálfandi, svitnandi og grátandi“

Í viðtali við DV í apríl sagðist Ósk líta á OnlyFans sem áhugamál, hennar raunverulega ástríða lægi í skemmtanabransanum. Hún rekur fyrirtækið Flame Entertainment og kemur fram á viðburðum sem eldgleypir og dansari.

Þegar hún fékk tækifæri til að dvelja í Maliu, Grikklandi, í sumar og koma fram á alls konar viðburðum ákvað hún að láta til skarar skríða og fara með vinkonu sinni.

„Ég hef gert svona „partí season“ áður, það var í Aya Napa í Kýpur árið 2019. Í stuttu máli virkar þetta þannig að ég er dansari, eldspúari og í raun marghæfur skemmtikraftur sem gengur um á stultum fyrir framan klúbbinn og inni á klúbbnum, geri eldsýningar og „angel-grinda,““ segir hún. Smelltu hér til að sjá hvað „angel-grinding“ er.

Eigendur skemmtistaðarins Apollo í Maliu réðu Ósk og vinkonu hennar. „Okkur var lofað rosalega miklu, alveg giggum allaveganna fimm sinnum í viku og þau sögðu að það væru alls konar viðburðir í gangi – sundlauga- og strandarpartí, Moonpartí og meira – og ég var mjög spennt því þetta hljómaði eins og ég var að gera í Kýpur.“

Hvert atvikið á fætur öðru

Stuttu eftir að Ósk kom til Grikklands kom fyrsta vandamálið í ljós. „Ég þurfti allt í einu einhverja pappíra og við reyndum að redda því, en það kom í ljós að ég er ekki í Evrópusambandinu og þau vissu ekki að Ísland væri í evrópska efnahagssvæðinu og það var svaka drama. Daginn fyrir fyrsta giggið sagði eigandinn við mig að við þyrftum ekki þessa pappíra en við ættum að passa okkur á að löggan myndi ekki sjá okkur. Það var „red flag“, ég gat ekki verið að njóta mín heldur þurfti að alltaf að vera á varðbergi þegar ég var að sýna,“ segir hún.

Þeim viðburði var síðan aflýst með klukkustunda fyrirvara vegna ósætti milli yfirmanna Óskar – sem vissi ekkert hvað hún ætti að gera í þessum aðstæðum. Það leystist úr því og var næsti viðburður daginn eftir.

„Við máttum bara vera úti með eldinn og ég fékk bara að „angel-grinda“ í tíu mínútur uppi á sviði inni,“ segir hún.

„Svo kom loksins að því að við fengum að vinna í sundlaugapartí ásamt svaka plötusnúði með milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum. Ég var ótrúlega spennt því vanalega, sem skemmtikraftur, fæ ég að koma fram með plötusnúðnum, taka myndir með honum og vera á samfélagsmiðlum með honum og koma nafninu mínu út. Það er það sem ég er að gera hérna úti, koma nafninu mínu út sem skemmtikraftur. En nei að sjálfsögðu ekki, við fengum ekki að dansa uppi á sviði heldur bara út á stultum, fyrir framan klúbbinn og framan sundlaugapartíið,“ segir hún.

Beitt kynferðisofbeldi á staðnum

„Svo gerði ég eitt annað gigg og það var sama sagan. Þannig ég ákvað bara að djamma það kvöld og reyna að hafa gaman.“ Vert er að taka fram að eins og fyrr segir er Ósk í opnu fjölkæru sambandi.

„Ég var að reyna við karlmann inni á skemmtistaðnum og hann kyssti mig og ég kyssti hann til baka. Síðan ákvað hann að stinga puttanum sínum inn í leggöngin mín og ég fraus. Ég er þolandi kynferðisofbeldi þannig allir triggerar fóru í gang. Ég hellti í mig meira áfengi og varð blindfull. Það tók mig tvo daga að fatta hvað hafði gerst,“ segir hún.

Hún segist hafa áttað sig á því á laugardaginn að hún gæti ekki horft framhjá þessu og að hún þyrfti að fara heim.

Ósk reyndi að segja vaktstjóra skemmtistaðarins frá atvikinu eftir að hún fann að hún var að fá kvíðakast. „En ég fraus og gat ekki bent á hann og labbaði bara út,“ segir hún.

Ósk Tryggvadóttir. Mynd/Valli

Andleg heilsa

Andleg heilsa skiptir Ósk miklu máli og hefur hún unnið að sinni undanfarin sex ár.

„Ég er núna búin að vera í sex ár í ferli við að fá hjálp gegn þunglyndi og kvíða. Ég greindist með áfalla- og streituröskun og ofsakvíðaköst fyrir fjórum til fimm árum og í apríl 2022 greindist ég með ADHD. Þannig ég taldi það best að koma heim og halda áfram í sálfræðimeðferð og ADHD atferlismeðferðinni,“ segir hún.

Ósk fer ekki leynt með baráttu sína við andleg veikindi á samfélagsmiðlum og segir viðbrögð fylgjenda sinna vera mjög jákvæð. Hún tók ákvörðun um að tala opinskátt um andlega heilsu á samfélagsmiðlum eftir að hún fékk að heyra frá öðrum hvað líf hennar virtist glæsilegt.

„Ég bjó í Englandi árið 2019 og þegar ég kom heim voru allir að tala um hvað lífið mitt væri yndislegt. Á þeim tíma var ég fárveik andlega og líkamlega og ég fattaði að ég sjálf væri að glamúræsa líf mitt og búa til einhverja standarda,“ segir hún.

„Ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og birta myndband af mér í ofsakvíðakasti og vó, viðbrögðin voru virkilega góð. Síðan þá hef ég ekki hætt að tala um þetta, því þetta bæði hjálpar mér og þeim sem geta tengt við þetta.“

Fylgstu með Ósk á Instagram. 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun