fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Fókus

Strunsaði nakin af sviði eftir að karlmaður sagði hana „of gamla“

Fókus
Föstudaginn 6. maí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstjarnan Lauren Harries var ósátt við athugasemd karlmanns um aldur hennar í raunveruleikaþættinum „Naked Attraction.

Þátturinn er sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4. Í stuttu máli gengur þátturinn út á að það eru sjö keppendur. Einn er fullklæddur og hinir sex eru naktir. Nöktu keppendurnir eru í eins konar klefa og klæddi keppandinn fær bara að sjá hluta af líkamanum, fyrst fær hann að sjá fætur og kynfæri, hann velur síðan hvaða keppendur komast áfram í næstu umferð og þá fær hann að sjá aðeins meira af líkömum þeirra. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til aðeins tveir naktir keppendur standa eftir. Þá þarf hann sjálfur að afklæðast og velur með hverjum hann langar á stefnumót. Þau fara þó fullklædd á stefnumótið.

Skjáskot/Naked Attraction

Lauren var meðal nöktu keppendanna og var annar keppandinn til að vera sendur heim. Það var ekki endilega það að vera send heim sem fór fyrir brjóstið á henni, heldur ástæðan fyrir því.

„Ég er að leita eftir einhverri til að vera með til langtíma, og ég held að þú gætir verið aðeins of gömul fyrir mig,“ sagði Rigby, fullklæddi keppandinn.

Rigby var 27 ára og Lauren var 41 árs þegar þátturinn var tekinn upp.

Lauren neitaði að faðma Rigby þegar hann bauðst til þess og sagði: „Láttu mig í friði. Nei.“

„Þú hefðir geta fengið allt þetta góða en þú færð það ekki núna, því þú færð aldrei bakhliðina mína […] Ég ætla að fara, ég vil ekki vera í kringum hann.“

„Aldrei segja svona við konu,“ sagði þáttastjórnandinn við Rigby.

„Þú átt eftir að vera svo fúll út í þig sjálfan þegar þú áttar þig á því hver ég er, og þú átt líka eftir að vera fúll því þú ert ekki með mér, þannig svona er þetta bara.“

Lauren sagðist vera stolt trans kona og væri stolt af sér fyrir að koma fram í þættinum og sýna nákvæmlega hver hún er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Draumur um höll til sölu í Mosfellsbæ

Draumur um höll til sölu í Mosfellsbæ
Fókus
Í gær

Makalaust grín gert að Jordan Peterson – Sagði fyrirsætu ekki vera fallega og hætti svo á Twitter

Makalaust grín gert að Jordan Peterson – Sagði fyrirsætu ekki vera fallega og hætti svo á Twitter
Fókus
Í gær

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“

Amber Heard útskýrir kúkinn í rúminu – „Mér finnst þetta ekki fyndið. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ertu á lausu – Sex algeng mistök

Þess vegna ertu á lausu – Sex algeng mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eurovision drykkjuleikur fyrir þyrsta

Eurovision drykkjuleikur fyrir þyrsta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Réttvísin er alls konar – Frumlegar, fyndnar og furðulegar niðurstöður dómstóla

Réttvísin er alls konar – Frumlegar, fyndnar og furðulegar niðurstöður dómstóla