fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Smeykur um að kærustunni finnist typpið hans of lítið eftir hópkynlífið

Fókus
Föstudaginn 6. maí 2022 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður er lítill í sér eftir að hann og kærasta hans stunduðu kynlíf með öðru pari. „Ég hélt að þetta yrði algjör draumur, en nú finnst mér ég bara lítill,“ segir hann í bréfi sínu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, og er þá að vísa í typpastærð sína.

„Fyrir nokkrum vikum var vinapar okkar í heimsókn. Ég er 28 ára og kærastan mín er 26 ára og við höfum verið saman í fimm ár,“ segir hann og fer yfir atburðarás kvöldsins.

„Seinna um kvöldið fór ég inn í eldhús að ná í bjór og í horninu var kærasta mín og besta  vinkona hennar, þær voru að flissa og þegar ég spurði um hvað þær væru að tala, sagðist þeim langa í ferkant með mér og kærasta bestu vinkonunnar.“

Maðurinn samþykkti. „Mér fannst það vera heimskulegt að láta tækifærið framhjá mér fara. Við fórum inn í svefnherbergi og byrjuðum að kyssa og afklæða hvert annað. Mér fannst mjög heitt að horfa á kærustu mína kyssa bestu vinkonu sína.“

Tók andköf

Allt var frábært, þar til kærasti vinkonunnar fór úr nærbuxunum. „Ég heyrði kærustuna mína taka andköf og hún hrópaði upp fyrir sig: „Vá, hann er tilkomumikill!“ Ég var miður mín,“ segir maðurinn.

„Þó svo að hún hafi ekkib eint sagt að typpið mitt væri lítið, þá gáfu viðbrögð hennar vinum okkar til kynna að það væri það. Ég renndi upp buxnaklaufinni, tók bolinn minn og strunsaði út úr herberginu. Kærasta mín kom hlaupandi á eftir mér og þegar ég sagði að hún hefði niðurlægt mig sagði hún að ég væri að láta fáránlega.“

Maðurinn segir að þau hafi ekki talað saman sem eftir var kvöldsins og hafa ekki stundað kynlíf síðan þá. „Ég get ekki hætt að hugsa um viðbrögð hennar. Engin kona hefur sagt að ég sé undir meðalstærð, en kannski er ég það.“

Ekki auðvelt að opna dyrnar að svefnherberginu

Deidre svarar manninum og segir að það er alltaf flókið að bjóða þriðju, jafnvel fjórðu, manneskjuna inn í svefnherbergið.

„Það gæti hljómað spennandi en ég því miður heyri aðeins frá fólki sem hefur brennt sig á þessu. Að bjóða einhverjum nýjum inn í sambandið getur kallað fram óöryggi og afbrýðisemi. Ef þetta á að virka þá þarf að ræða öll smáatriði fyrir fram. Hverjar eru væntingar ykkar og hvar eru mörkin?“

Deidre stappar einnig stálinu í hann. „Ég fæ sjaldan skilaboð frá fólki sem kvartar undan því að typpi maka þeirra sé of lítið. Það sem skiptir máli er hversu umhyggjusamur þú ert.“

Hún bendir á að áfengi hafi verið við hönd þetta kvöld og viðbrögð kærustunnar megi rekja til þess. „Talaðu við hana um hvernig þér líður,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki