fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Amber Heard lýsir fyrsta skiptinu sem hún segir Johnny Depp hafa beitt sig ofbeldi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 10:55

Amber Heard var miður sín þegar hún bar vitni fyrir dómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Amber Heard gaf aðilaskýrslu fyrir dómi í gær. Hún sagði að Johnny Depp hefði margsinnis beitt hana ofbeldi yfir nokkurra ára skeið og lýsti fyrsta skiptinu sem meint ofbeldi átti sér stað.

Þann 11. apríl hófst aðalmeðferð í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Amber Heard, vegna greinar sem hún ritaði árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis, en af greininni mátti álykta að þar væri verið að væna Depp um að vera ofbeldismaður. Hjónabandi þeirra lauk árið 2016 þegar Heard fór fram á skilnað og sótti samtímis um nálgunarbann gegn Depp.

Depp gaf sína aðilaskýrslu í lok apríl og sagði að það væri hann sem væri þolandi heimilisofbeldis, ekki Heard. Hann sagði að hún hefði beitt hann líkamlegu og andlegu ofbeldi og hann hefði oft þurft að læsa sig inni á baðherbergi til að komast undan henni.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um mál Johnny Depp og Amber Heard

Amber Heard sagði við aðilaskýrslu í gær að hún ætti erfitt með að lýsa því hversu sársaukafullt þetta væri fyrir hana. Hún lýsti því hvernig hún og Depp kynntust, hvernig upphaf sambands þeirra var og hvernig hann hefði síðan byrjað að beita hana meintu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Hún sagði að Depp hefði fyrst beitt hana ofbeldi árið 2012, ári eftir að þau kynntust. Hún sagði að þau hefðu setið í sófanum heima hjá Depp, sem var með „krukku af kókaíni“ hjá sér, og hún hefði spurt hann að einhverju um eitt húðflúrið hans. Hún hló þegar hann sagði að það stæði „wino“ og hún sagði að það hefði verið þá sem Depp hefði slegið hana utan undir. Hún sagði að hún hefði verið svo hissa að hún brást við með því að hlæja meira.

„Ég hló. Ég hló bara því ég vissi ekki hvað annað ég ætti að gera. Ég hugsaði: „Þetta hlýtur að vera brandari.“ Ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég starði bara á hann og var eiginlega ennþá að hlæja að honum, ég hélt að hann myndi byrja að hlæja líka og segja mér að þetta væri djók,“ sagði hún.

Hún sagði að hann hefði ekki farið að hlæja heldur sagt: „Heldurðu að þú sért fyndin, tík?“ og hefði slegið hana aftur utan undir.

Eftir seinni löðrunginn sagði Amber að hún hefði haldið áfram að stara á Depp og hefði áttað sig á því að hann væri ekki að grínast. Hún sagði að hún hefði ekki hreyft sig. „Ég starði bara á hann, því ég vissi ekki hvað annað ég ætti að gera,“ sagði hún.

Hún sagði hann hefði slegið hana í þriðja skiptið, svo „fast“ að hún missti jafnvægið. „Ég áttaði mig skyndilega á því að það versta sem gæti gerst, var að gerast fyrir mig. Ég óskaði þess svo heitt að hann myndi segjast vera að djóka.“

Heard sagði að hún hefði legið á gólfinu, horft á skítugu mottuna og velt fyrir sér hvernig hún endaði þarna.

„Ég vildi ekki fara frá honum. Ég vildi ekki að þetta væri raunveruleikinn,“ sagði hún.

Leikkonan sagði að Depp hefði farið á fjóra fætur og grátbeðið hana um fyrirgefningu. Hún fór heim til sín og næsta dag sagði hún að hann hefði keypt dýra vínflösku handa henni og sagt að hún gæti treyst honum, að hann myndi aldrei leggja hendur á hana framar.

Heard sagði að það hefði ekki verið raunin og að Depp hefði haldið áfram að beita hana ofbeldi. Hún sagði að hann hefði kýlt veggi, hrint henni, kýlt hana í andlitið og sakað hana um framhjáhald.

Heard sagði að marsmánuður árið 2013 hefði verið sérstaklega erfiður því þá hefði Depp byrjað að drekka aftur eftir edrú tímabil.

Hún rifjaði upp atvik þar sem hún sagði Depp hafi sakað hana um að stela kókaíni frá sér. Hún sagði að hann hefði þreifað á sér, rifið kjól hennar og gripið í brjóst hennar, rifið af henni nærfötin og síðan „troðið fingri inn í mig.“

„Ég stóð bara þarna og starði á asnalega ljósið,“ sagði hún við aðilaskýrslutöku.

Hægt er að horfa á það helsta úr skýrslutökunni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“

„Ég hef ekkert val. Ég þarf að vera í samskiptum við þennan mann sama hvað hann gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöfn heimsækir mathöllina í Gróðurhúsinu sem býður uppá fjölbreytta og skemmtilega matarupplifun

Sjöfn heimsækir mathöllina í Gróðurhúsinu sem býður uppá fjölbreytta og skemmtilega matarupplifun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni

Frosti Loga spreytir sig á sjómennskunni