fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fókus

Camilla Rut tjáir sig nánar um skilnaðinn og útskýrir hvað hún átti við með „single mom content“

Fókus
Laugardaginn 28. maí 2022 08:22

Camilla Rut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut segist upplifa mikla höfnun í kjölfar ákvörðunar hennar og eiginmanns hennar Rafns Hlíðkvist Björgvinssonar, að skilja. Ákvörðunin er sameiginleg og parið vinnur saman að því í vinsemd að gera skilnaðinn að veruleika en engu að síður er þetta erfitt.

Sjá einnig: Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Camilla, sem tilkynnti um skilnaðinn á mánudaginn, fer aftur yfir málið í nýju myndbandi  á Instagram.

Auk höfnunartilfinningarinnar eru rógburður og slúður vegna skilnaðarins einnig að valda Camillu vanlíðan.

Hún er hins vegar umfram allt þakklát fyrir allar hlýju kveðjurnar sem hún hefur fengið frá aðdáendum. Margir hafa spurt um líðan hennar og stutta svarið er að hún er allt í lagi þó að vissulega taki þetta allt saman á.

Camilla og Rafn hafa verið saman í 13 ár og eiga tvö börn saman. Camilla segir að skilnaður hafi fyrst komið til tals fyrir nokkrum árum þegar hjónin fundu að þau höfðu vaxið í sundur. Þau hefðu þá unnið mikið í sambandinu og við hafi tekið yndislegur tími, þar sem meðal annars yngra barnið komi undir.

Nokkru síðar tók við tími þar sem bæði urðu fyrir áföllum. Camilla segist hafa fengið taugaáfall haustið 2019 og aftur í byrjun árs 2020. Í kjölfarið upplifðu þau aftur að gremja og þyngsli voru farin að einkenna sambandið rétt eins og fyrir nokkrum árum þegar þau ákváðu að taka sambandið í gegn. Þau settust niður og ræddu málin en komust núna að því að hvorki var til staðar vilji né kraftur til að hefja slíka vinnu á ný. Því varð það sameiginleg ákvörðun að skilja.

Á mánudaginn, þegar Camilla tilkynnti um skilnaðinn, sagði hún að nú mættu aðdáendur hennar eiga von á „single mom  content“.  Hún útskýrir í nýja myndbandinu að með því hafi hún ekki átt við það að vera berrössuð á Instagram heldur hafi hún verið að meina innlegg eins og þetta, þar sem hún tjáir sig um skilnaðinn. Mega því aðdáendur hennar vafalaust eiga von á meira svona efni, þar sem hún segir frá skilnaðinum og tilfinningunum sem hann vekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sandra Ósk er alltaf á vaktinni – ,,Ef að ekki er hægt að borða né pissa í tíu tíma skiptir það engu“

Sandra Ósk er alltaf á vaktinni – ,,Ef að ekki er hægt að borða né pissa í tíu tíma skiptir það engu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Makalaust lífshlaup Cynthiu Parker – Var tvisvar rænt og átti þrjú líf

Makalaust lífshlaup Cynthiu Parker – Var tvisvar rænt og átti þrjú líf
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Draugurinn í Denver“ – Maðurinn sem bjó í leyni á háaloftinu

„Draugurinn í Denver“ – Maðurinn sem bjó í leyni á háaloftinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Glæsilegt alrýmið krúnudjásn í Hádegishólshöllinni

Eign dagsins – Glæsilegt alrýmið krúnudjásn í Hádegishólshöllinni