fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Vitni setti netheima á hliðina með skoti sínu á lögmann Heard – „Ég gæti sagt það sama um þig“

Fókus
Föstudaginn 27. maí 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðyrðamál sem leikarinn Johnny Depp stendur nú í gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard, hefur vakið mikla athygli undanfarinn mánuð og hafa ófá myndskeið úr dómsal farið sem eldur í sinu um netheimanna. Eitt slíkt myndskeið er frá vitnisburði manns að nafni Morgan Tremaine, sem bar vitni í málinu í gær.

Morgan starfaði áður hjá miðlinum TMZ og var það meðal annars hans verkefni að senda blaðamenn, tökumenn eða ljósmyndara á vettvang mögulegra frétta.

Fengu ábendingu um að Amber ætlaði að fara fram á nálgunarbann

Morgan greindi frá því að hann hafi í maí árið 2016 fengið tiltekið verkefni.

„Fröken Heard var að fara fram á nálgunarbann í dómshúsi í Los Angeles svo ég sendi tökulið á staðinn, “ sagði Morgan í gær.

„Þetta var engan veginn staður þar sem frægir safnast saman. Við hefðum bara sent fólk á staðinn ef við hefðum fengið ábendingu um að eitthvað væri að fara að eiga sér stað og að það væri einhver á svæðinu.“

Morgan segir að verkefnið hafi átt að felast í því að ná myndum af Amber yfirgefa dómshúsið og eins að reyna að ná myndum af meintu mari hægra megin á andliti hennar. Morgan útskýrði að ábendingar kæmu gjarnan frá almannatengslum, umboðsmönnum, lögmönnum eða stjörnunum sjálfum.

Hann sagði að verkefnið hafi verið kynnt fyrir honum þannig að Amber myndi, er hún yfirgæfi dómshúsið, staldra við og snúa sér í átt að myndavélinni til að sýna marið á andlitinu.

Leyfi fyrir birtingu kom mögulega frá Amber sjálfri

Morgan fjallaði einnig um myndband sem miðlinum hafi verið sent sem sýndi Depp ganga berserksgang í eldhúsinu heima hjá sér. Myndbandið hafi komið í gegnum ábendingapóstinn hjá miðlinum og innihélt vefslóð á hýsingu myndbandsins. Myndbandið hafi svo verið birt á innan við 15 mínútum eftir að það barst.

Morgan segir að áður en miðillinn birti myndbönd þurfi að afla leyfis samkvæmt höfundarrétti og eina leiðin til að myndband sé birt svona hratt sé „ef við tókum það sjálf eða ef það var sent með staðfestingu á að leyfi eiganda höfundarréttarins lægi fyrir og þá annað hvort keypt af viðkomandi eða okkur gefið myndbandið. Þriðji möguleikinn væri að það kæmi beint frá eiganda höfundarréttarins.“

Ég gæti sagt það sama um þig

Þegar lögmaður Amber HeardElaine Bredehoft, fékk að taka til máls hélt hún því fram að tilgangur Morgan með vitnisburði sínum væri að fá sínar „15 mínútur í sviðsljósinu“.

Morgan lét þessa ásökun ekki slá sig út af laginu og útskýrði að þvert á móti væri hann að gera sjálfan sig að skotmarki með því að stíga fram í vitnastúku og hann hefði ekkert á þessu að græða.

„Þú veist að það er verið að sjónvarpa þessu máli, er það ekki?,“ spurði Elaine og Morgan sagðist vel vita það.

„Svo þetta færir þér þínar fimmtán mínútur af frægð er það ekki,“ sagði Elaine þá. Morgan svaraði:

„Ég hef ekkert á þessu að græða. Ég er í rauna að gera mig að skotmarki TMZ, sem er fyrirtæki sem er mjög duglegt að lögsækja fólk, og ég er ekki að leita eftir neinum fimmtán mínútum hér. En þér er velkomið að koma með getgátur. Ég gæti sagt það sama um þig fyrir að hafa tekið að þér Amber Heard sem skjólstæðing.“

Elaine virtist aðeins slegin út af laginu við þetta. „Þetta er nú bara þrætur í þér, er það ekki?“

Morgan svaraði þá strax: „Síður en svo, mér finnst þetta einfaldlega rökrétt.“

Við þetta virtust lögmenn Depp kætast nokkuð og sprungu þau nánast úr hlátri. Eins mátti sjá gesti í dómsal bregðast með kostulegum hætti við svari Morgans.

Myndband af þessum orðaskiptum hefur gengið manna milli í netheimum og er Morgan þar kallaður „algjör kóngur“ fyrir svör sín. Svo líklega hefur hann, þrátt fyrir ummæli sín, fengið sínar 15 mínútur í sviðsljósinu og gott betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Í gær

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón

Helga Arnar og Bragi Þór orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow