fbpx
Fimmtudagur 23.júní 2022
Fókus

Þess vegna var Rob Kardashian ekki í brúðkaupi systur sinnar

Fókus
Miðvikudaginn 25. maí 2022 09:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur farið framhjá fáum að raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og trommarinn Travis Barker gengu í það heilaga á Ítalíu um helgina.

Brúðkaupið var stjörnum prýtt, enda er Kourtney hluti af einni frægustu fjölskyldu í heimi. Systur hennar létu sig að sjálfsögðu ekki vanta – Kim Kardashian, Khloé Kardashian, Kendall Jenner og Kylie Jenner – og móðir þeirra, Kris Jenner. En einn fjölskyldumeðlimur var ekki á staðnum, bróðir þeirra Robert Kardashian.

Samkvæmt heimildarmanni E! News er ástæðan einfaldlega sú að Rob vill halda sig utan sviðsljóssins.

„Rob leið ekki vel með að fara í brúðkaup Kourtney því hann er ekki hrifinn af svona sjónarspili. Þetta er bara ekki eitthvað sem hann fílar, og hann er orðinn mjög prívat manneskja.“

Heimildarmaðurinn tók það fram að það hefði ekkert drama fylgt ákvörðuninni. „Kourtney og öll fjölskyldan skildu þetta algjörlega. Kourtney ætlaðist ekki til þess að Rob myndi mæta og hún veit að hann styður hana sama hvað.“

Þetta ætti ekki að koma aðdáendum fjölskyldunnar á óvart, en Rob hefur verið mjög rólegur á samfélagsmiðlum og forðast myndavélarnar í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar undanfarin ár.

„Rob vill halda sig utan sviðsljóssins […] Hann mætir á minni viðburði en vill ekki vera í kringum myndavélarnar og mæta á viðburði eins og brúðkaupið,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti við að Rob væri „spenntur að fagna með Kourtney og Travis þegar þau snúa til baka frá Ítalíu.“

Þetta er ekki fyrsta brúðkaupið sem Rob missir af, en hann mætti ekki í brúðkaup Kim og Kanye West árið 2014. Ákvörðun sem hann tók á síðustu stundu fyrir andlega heilsu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgitta Líf deilir því sem pabbi hennar sagði við hana þegar hún las fyrstu ljótu athugasemdirnar um sig

Birgitta Líf deilir því sem pabbi hennar sagði við hana þegar hún las fyrstu ljótu athugasemdirnar um sig
Fókus
Í gær

Fjórir hvolpar sem Lovísa bjargaði frá ruslahaugum á Kýpur eru væntanlegir til landsins – „Hvert dýr skiptir máli“

Fjórir hvolpar sem Lovísa bjargaði frá ruslahaugum á Kýpur eru væntanlegir til landsins – „Hvert dýr skiptir máli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kannski hefur þú drukkið vitlaust úr djúsfernum alla ævi

Kannski hefur þú drukkið vitlaust úr djúsfernum alla ævi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennari sagði Herdísi of lata og vitlausa til að verða eitthvað – Útskrifaðist með fyrstu einkunn í lögfræði um helgina

Kennari sagði Herdísi of lata og vitlausa til að verða eitthvað – Útskrifaðist með fyrstu einkunn í lögfræði um helgina