fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Fókus
Miðvikudaginn 25. maí 2022 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Kate Moss segir að leikarinn Johnny Depp, sem hún var í sambandi með á tíunda áratug síðust aldar, hafi aldrei hrint henni niður stiga á meðan þau voru saman. Þetta kom fram í stuttum vitnisburði sem hún gaf í meiðyrðamáli sem Depp hefur höfðað gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard.

Heard hafði í aðilaskýrslu sinni greint frá því að hafa einu sinni kýlt Depp í andlitið því hún taldi að hann væri við það að hrinda systur hennar niður stiga. Þetta hafi hún haldið í ljósi þess að hann hafi hrint Moss á sínum tíma.

Moss sagði að hún hefði fallið niður stiga þegar hún og Johnny Depp voru saman í fríi á Jamaíka og hafi Depp í kjölfarið hjálpað henni upp og hlúð að henni.

„Við vorum á leið úr herberginu, Johnny fór á undan mér, og það hafði rignt. Þegar ég fór út þá rann ég í stiganum og meiddist á baki. Ég öskraði því ég vissi ekki hvað hefði komið fyrir og ég fann til. Hann kom hlaupandi til baka til að aðstoða mig og bar mig aftur upp í herbergi og náði í læknisaðstoð fyrir mig.“ 

Moss sagði að á þeim fjórum árum sem þau voru saman hafi Depp aldrei beitt hana ofbeldi.

„Hann ýtti mér aldrei, hann sparkaði ekki í mig og hann hrinti mér ekki niður stiga.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“