fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Fókus
Miðvikudaginn 25. maí 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn miðilsins TMZ hafa krafist þess að vitnið, Morgan Tremaine, beri ekki vitni í meiðyrðamáli sem leikarinn Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Amber Heard.

Vitnið, Morgan Tremaine, starfaði hjá miðlinum þegar þeir birtu frétt sem innihélt myndband af Johnny Depp ganga berserksgang heima hjá sér.

Í kröfu sinni segir TMZ að þeir hafi áhyggjur af því að með vitnisburðinum muni Tremaine koma upp um heimildarmann miðilsins, sem hafi verið heitið nafnleysi, og þar með gera það að verkum að miðillinn brjóti gegn skyldu sinni til að vernda heimildarmenn.

TMZ segir að myndbandið hafi verið sent þeim í trúnaði og miðillinn hafi heitið því að nafn sendanda kæmi aldrei fram.

Í myndbandinu, sem hefur verið spilað fyrir dómi, má sjá Depp skella skápahurðum og kasta vínflösku.

Lögmaður Depp, Camille Vasquez, yfirheyrði Heard um uppruna myndbandsins og er talið að Vasquez ætli sér að varpa ljósi á hvernig myndbandið komst í hendur TMZ, en hún ýjaði að því að Heard hafi lekið myndbandinu sjálf. Vasquez hefur einnig gefið til kynna að Heard hafi látið TMZ vita er hún fór fram á nálgunarbann gegn Depp og því hafi miðillinn náð að senda ljósmyndara í dómshúsið.

Tremaine starfar ekki lengur hjá miðlinum en lögmenn Depp hafa gefið til kynna að að Tremaine verði kallaður upp í vitnastúku í dag. TMZ segja að Tremaine hafi enga beina vitneskju um uppruna myndbandsins og því muni vitnisburður hans byggja á slúðri og kjaftasögum.

Í máli sínu gegn Heard heldur Depp því fram að hún hafi gerst sek um meiðyrði í grein sem hún birti hjá Washinton Post árið 2018. Depp er þar hvergi nefndur á nafn en hann heldur því þó fram í greininni felist ásökun um að hann hafi beitt Heard heimilisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun