fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Fókus
Þriðjudaginn 24. maí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski áhrifavaldurinn Chloe Szepanowski, kölluð Chloe Szep, og kærasti hennar, Mitchell Orval, lentu í þeirri ógnvekjandi reynslu að brotist var inn á heimili þeirra og reynt að stela bifreið.

Mitchell reyndi að stöðva innbrotsþjófana, sem gerðu nokkrar tilraunir til að keyra yfir hann og segir Chloe að hún hefði um tíma verið viss um að hann myndi deyja.

Hún greindi frá innbrotinu og birti átakanlegt myndband frá því í Story á Instagram. News.au greinir frá og DailyMail endurbirtir myndbandið, sem má sjá hér að neðan.

Chloe var að útskýra fyrir fylgjendum sínum af hverju hún, Mitchell og sonur þeirra væru að flytja. Hún greindi frá því að fjölskyldan hefði flúið heimilið um miðja nótt eftir innbrot og hafa ekki snúið aftur nema til að pakka saman eigum sínum.

Húsið er metið á 359 milljón krónur og er í hverfinu Broadbeach Waters í Queensland í Ástralíu.

Í myndbandinu má sjá Mitchell reyna að stöðva innbrotsþjóf, sem var í bílnum og munaði litlu að hann hefði keypt yfir Mitchell.

„Ég var í áfalli, ég var öskrandi uppi og vissi ekki hvað væri í gangi,“ sagði Chloe við fylgjendur sína.

Innbrotsþjófarnir fundu bíllyklana hennar og reyndu að stela bílnum, en bíll Mitchell var fyrir þeim í innkeyrslunni. Mitchell reyndi síðan að stöðva þjófana með því að stíga í veg fyrir bílinn.

„Gaurinn reyndi nokkrum sinnum að keyra yfir Mitch, ég hélt í alvöru að hann myndi deyja í innkeyrslunni,“ sagði hún.

Þetta er þriðja innbrotið á heimili fjölskyldunnar undanfarna tvo mánuði og hafa þau ákveðið að finna nýtt heimili. Chloe sagði að öryggi sé í forgangi núna, „sérstaklega með börn í húsinu.“

„Heimilisfangið okkar var birt á netinu, bókstaflega daginn sem við fluttum inn […] Þannig við ákváðum að selja húsið og læra af þessari lexíu að passa betur upp á svona upplýsingar svo við séum örugg.“

Parið á soninn Arti og eiga von á öðru barni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun