fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fókus

Fyrrverandi poppstjarna harðlega gagnrýndur fyrir að hæðast að frásögn Amber Heard

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. maí 2022 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi meðlimur strákahljómsveitarinnar NSYNC sætir nú harðri gagnrýni eftir að hann birti myndband þar sem hann gerði grín að Amber Heard við aðilaskýrslu fyrir dómi.

Þann 11. apríl hófst aðalmeðferð í meiðyrðamáli leikarans Johnny Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og leikkonunnar, Amber Heard, vegna greinar sem hún ritaði árið 2018 þar sem hún sagðist vera þolandi heimilisofbeldis, en af greininni mátti álykta að þar væri verið að væna Depp um þau brot. Hjónabandi þeirra lauk árið 2016 þegar Heard fór fram á skilnað og sótti samtímis um nálgunarbann gegn Depp.

Meðferð á málinu stendur enn yfir og hefur Amber verið að gefa aðilaskýrslu fyrir dómi undanfarnar vikur.

Sjá einnig: Netverjar keppast við að hæðast að Amber Heard

Það er orðið vinsælt trend á samfélagsmiðlum, aðallega TikTok, að gera lítið úr Amber og hæðast að henni og frásögn hennar. Eitt af því sem netverjar hafa gert er að leika eftir atburðarrásir sem Amber hefur lýst við aðilaskýrslu, vinsælast er að leika eftir atburðarrásina þegar Amber segir Johnny Depp hafa fyrst lagt á sig hendur.

Fyrrverandi poppstjarnan Lance Bass, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í geysivinsælu strákahljómsveitinni NSYNC, tók þátt í trendinu og birti myndband á TikTok þar sem hann lék þessa tilteknu atburðarrás og var augljóslega að hæðast að leikkonunni.

„Í tilefni þess að meðferð á málinu sé að byrja aftur… Varð að gera þetta,“ skrifaði hann með myndbandinu.

Sjá einnig: Amber Heard segir Johnny Depp hafa „troðið flösku“ inn í leggöng hennar

Hann eyddi myndbandinu í gærkvöldi eftir að hann var harðlega gagnrýndur fyrir að gera grín að meintum þolanda.

„Að gera grín að ofbeldi? Finnst þér það fyndið?“ Skrifaði einn netverji.

„Þetta mál er um heimilisofbeldi, andlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi. Og þetta er það sem Lance Bass ákveður að gera,“ sagði annar netverji.

„Þetta fólk [sem er að gera grín að málinu á samfélagsmiðlum] er ákveðið í því að tryggja það að þolendur þori aldrei aftur að stíga fram,“ benti annar á.

Málið heldur áfram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kvikmyndahús banna ungt fólk í jakkafötum á nýju Minions-myndina

Kvikmyndahús banna ungt fólk í jakkafötum á nýju Minions-myndina
Fókus
Í gær

Fyrrverandi raunveruleikastjarna og amma á sextugsaldri tók þátt í 12 manna hópkynlífi

Fyrrverandi raunveruleikastjarna og amma á sextugsaldri tók þátt í 12 manna hópkynlífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – Verðlaunahús í Kópavogi til sölu á 238 milljónir

Eign dagsins – Verðlaunahús í Kópavogi til sölu á 238 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var alltaf hrædd um líf mitt, ég var alltaf hrædd um hvað mamma myndi gera“

„Ég var alltaf hrædd um líf mitt, ég var alltaf hrædd um hvað mamma myndi gera“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leigir út eiginmanninn sinn

Leigir út eiginmanninn sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun

Andrés prins brjálaður ef bangsarnir eru ekki á réttum stað – Hallarstarfsfólk skikkað í sérstaka þjálfun í uppröðun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sumir sjúskaðir en aðrir svalari – Frægir í fangelsi

Sumir sjúskaðir en aðrir svalari – Frægir í fangelsi