fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fókus

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. maí 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búningahönnuðurinn Bob Mackie gagnrýnir raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian fyrir að klæðast kjól Marilyn Monroe.

Kim klæddist goðsagnakenndum kjól Marilyn Monroe á Met Gala í byrjun maí, sama kjól og leikkonan klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1962.

Bob Mackie, 82 ára, gagnrýnir það harðlega að Kim hefði klæðst kjólnum.

„Mér fannst þetta vera stór mistök,“ sagði Bob í samtali við Entertainment Weekly.

„[Marilyn] var gyðja, klikkuð gyðja, en gyðja. Hún var stórkostleg. Enginn myndast eins og hún gerði. Og kjóllinn var gerður fyrir hana, hann var hannaður fyrir hana. Enginn annar ætti að klæðast þessum kjól.“

Bob Mackie. Mynd/Getty

Það var ekki lítið mál fyrir Kim að klæðast kjólnum. Hún þurfti margsinnis að heimsækja safnið Ripley‘s Believe it or Not!, þar sem hann var geymdur, til að máta kjólinn. Það var gríðarleg öryggisgæsla í kringum kjólinn og þurfti hún að grenna sig um sjö kíló á tæpum mánuði til að passa í hann.

Hún var heldur ekki lengi í kjólnum heldur gekk hún rauða dregilinn í honum og var síðan með sérstaka skiptiaðstöðu við hinn endann þar sem hún gat skipt yfir í annan kjól.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“

Brosandi svamparnir komnir til Íslands – „Þau hjá Scrub Daddy úti höfðu heyrt að Íslendingar væru kaupóðir“
Fókus
Í gær

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“

Fræga fólkið sem Íslendinga dreymir kynlífsdrauma um – „Nei þið skiljið ekki hversu margar konur þrá Bjarna Ben“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum

Vítalía biðst afsökunar á að hafa brugðist öðrum þolendum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir

 Khloé þakkar lýtalækni fyrir nýja nefið sitt – Sjáðu fyrir og eftir myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish

Netverjar hafa nóg að segja um nýju vaxstyttuna af Billie Eilish
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“