fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Furðuleg hegðun Cöru Delevingne vekur upp spurningar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir velta því fyrir sér hvort að fyrirsætunni og leikkonunni Cöru Delevingne ætti að vera boðið aftur á Billboard tónlistarverðlaunin eftir frekar furðulega hegðun síðastliðið sunnudagskvöld.

Fyrirsætan mætti með rapparanum Megan Thee Stallion og mætti segja að hún hefði verið límd við hana allt kvöldið. Hún var í bakgrunni á öllum myndunum hennar og enginn virtist almennilega skilja hvað væri í gangi.

Mynd/Getty
Mynd/Getty
Mynd/Getty

Á einum tímapunkti kom hún á rauða dregilinn og hjálpaði Megan með kjólinn.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Myndbönd af hegðun Cöru hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum.

Eins og þegar hún truflaði samtal Megan Thee Stallion og Doja Cat.

Eða þegar hún lagðist á gólfið til að taka mynd.

Netverjar hafa haft nóg um málið að segja.

E! News greinir frá því að Megan Thee Stallion „photoshoppaði“ Cöru af mynd af sér með tónlistarkonunni Doja Cat.

Glöggir aðdáendur tóku eftir því að á upprunalegu myndinni má sjá Megan, Cöru og Doja Cat, en á myndinni sem rapparinn deildi í Story á Instagram er enga Cöru að finna.

Margir velta því fyrir sér hvort að hegðun Cöru á verðlaunahátíðinni sé ástæðan fyrir því, en Megan hefur ekki tjáð sig um málið.

Fyrirsætan hefur heldur ekki tjáð sig um málið, hegðun hennar eða viðbrögð netverja við henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn byrjaður að rymja eins og górilla í svefnherberginu

Eiginmaðurinn byrjaður að rymja eins og górilla í svefnherberginu