fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Draumur um höll til sölu í Mosfellsbæ

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannkölluð draumahöll fæst nú til sölu í Mosfellsbæ. Um er að ræða einbýlishús sem er í byggingu og á skráð á byggingarstig 3, en eitthvað vantar enn upp á til að eignin teljist fokheld. Tölvuteiknaðar myndir fylgja auglýsingu og sýna skipulag hússins og þá möguleika sem eignin bíður upp á, en þar sem enn á eftir að klára að byggja húsið geta nýir eigendur leyft ímyndunaraflinu að njóta sín.

Eignin er skráð 188,6 fermetrar en er í raun töluvert stærri. Samkvæmt teikningum er eignin tvær stofur, eldhús, tvö baðherbergi, skrifstofa og tvö rúmgóð svefnherbergi. Jafnframt er möguleiki að breyta annarri stofunni í hjónasvítu.

Aðalinngangur eignarinnar er í gegnum sólskála sem er lokaður með gleri. Frá sólstofunni er svo hægt að ganga út í garð eða inn í húsið.

Í kjallara má svo fulla gluggalaust rými sem hægt verður að nýta á ýmsan máta. Grjót/klöpp var skilin eftir í kjallaranum og skapar heilsulindar-stemningu, en rýmið þarfnast þó smá vinnu svo hægt sé að nýta það, svo sem að hreinsa smágrjót og flota gólfið.

Ásett verð er 83,9 milljónir en í auglýsingu kemur fram að seljandi óskar eftir tilboðum og býðst til að vera kaupanda innan handa með efniskaup þar sem seljandi getur nálgast efni á hagstæðari verðum en þekkist. Hér fyrir neðan má sjá tölvuteiknaðar myndir sem sýna möguleika eignarinnar.

Nánari upplýsingar má svo finna á fasteignavef DV

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun