fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Sæðisgjöfin sem hélt áfram að gefa

Fókus
Miðvikudaginn 11. maí 2022 22:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cee Rainey frá Nýja Sjálandi var komin á fimmtugsaldur og átti sér þann draum heitastan að verða móðir. Þó átti hún á brattan að sækja þar sem hún var bæði einhleyp og með endómetríósu.

Ekki hjálpaði það heldur að það er gífurlega kostnaðarsamt að leita til sæðisbanka.

Þá mundi Cee eftir loforði sem henni var gefið áratugum fyrr. Ástralski miðillinn news.com.au greinir frá ótrúlegri frásögn Cee af því hvernig hún varð móðir.

„Ég var bara 21 árs og bjó í London þegar ég sé Damien á krá. Hann var svo hávaxinn og myndarlegur að ég fann strax þennan neista þegar við náðum augnsambandi. Og þegar hann talaði þá gerði írskur hreimur hans það að verkum að ég kiknaði í hnjánum.“

Cee segir að þau hafi fljótt orðið yfir sig ástfangin. Í tvö ár voru þau gífurlega hamingjusöm. En framtíðaráformin voru ósamræmanleg. Hún vildi fara aftur til Nýja Sjálands og Damien vildi áfram búa í London.

„Við elskuðum hvort annað en vissum að við gætum ekki haldið sambandinu áfram. Það var glatað.“

Hún elskaði þó Damien áfram. Nokkrum vikum eftir sambandsslitin ákvað Cee að leita til læknis vegna tíðaverkja. Damien heimtaði að fylgja henni til læknisins þó þau væru ekki lengur saman.

Loforðið

Við skoðun kom í ljós að Cee er með endómetríósu og sökum þess væri líklega ómögulegt fyrir hana að verða barnshafandi. Cee varð miður sín enda dreymdi hana um að verða móðir. Damien hélt utan um hana í kjölfarið á meðan hún grét. Svo sagði hann:

Cee ég veit að við erum að halda hvort í sína áttina. En þú átt eftir að verða dásamleg mamma og ef þig vantar aðstoð við að verða móðir getur þú treyst á mig.“

Svo liður árin. Damien hafði samband við hana árið 2003 og greindi henni frá því að hann væri komin með konu og ætti lítil börn. Cee sagði að það hafi verið erfitt að heyra það en engu að síður samgladdist hún honum. Sjálf átti hún eftir að hitta mann nokkru síðar sem hún svo giftist.

Hjónabandið gekk þó ekki upp og þegar Cee varð fertug var hún hvergi nærri því að eiga barnið sem hana dreymdi um. Þá ákvað hún að gera þetta sjálf.

Árið 2016 fór hún í gegnum gamlar myndir og fann þá mynd af Damien og mundi eftir loforðinu.

„Hvers vegna ætti ég að borga ókunnugum til að verða sæðisgjafi minn þegar ég get beðið aðila sem elskaði mig einu sinni,“ hugsaði hún.

Svo 17 árum eftir sambandsslitin hafði hún samband við Damien. Þar minnti hún hann á loforðið og velti því fyrir sér hvort hann væri enn til í að standa við það.

Meira en bara sæðisgjafi

Eftir viku hafði Damien samband.

„Við töluðum í marga klukkutíma og hann sagði mér að hann væri í dag einhleypur. Næstu vikurnar ræddum við saman um líf okkar en töluðum ekkert um barneignir. Svo ákvað Damien að vekja máls á þessu.“ 

Damien sagði að hann ætlaði að standa við loforðið en bætti þó við:

Cee, ég ætla að eyða næstu níu mánuðunum í að gera þig ástfangan af mér.“ 

Cee vissi að hann meinti hvert orð og fljótlega var hún um borð í flugvél á leið til Írlands. Hún áttaði sig fljótlega á því að Damien væri meira en bara sæðisgjafi. Hann væri enn maðurinn sem hún elskaði.

Þau skelltu sér í tæknifrjóvgun og urðu svo heppin að það gekk upp í fyrstu tilraun. Síðan flutti Cee til Írlands, gengin 12 vikur á leið, til að hefja nýja lífið sitt með Damien og börnum hans. Aðeins mánuði síðar fór Damien á skeljarnar.

„Ég trúi þessu ekki, hugsaði ég kát. Sæðisgjafinn minn er að fara að verða eiginmaður minn.“ 

Dóttir þeirra fæddist árið 2018 og þau gengu í það heilaga ári síðar. Cee gæti í dag ekki verið ánægðari með lífið og hugsar að þarna hafi örlögin verið á ferðinni.

Mynd/News.com.eu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“