fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Flugþjónar leysa frá skjóðunni og deila svakalegum sögum

Fókus
Þriðjudaginn 10. maí 2022 18:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugþjónar leysa frá skjóðunni og deila skemmtilegum sögum og safaríkum leyndarmálum um starfið.

BuzzFeed greinir frá. Það er vert að taka fram að þessir flugþjónar eru aðeins að tala um eigin reynslu og upplifanir, þetta á ekki við alla flugþjóna.

Mynd/NBC

„Ég vann hjá bresku flugfélagi. Venjulega þegar farþegi lét lífið um borð höfðum við hann enn í sætinu þar til við lentum. Við settum teppi utan um líkið og létum það sitja upprétt svo það leit út eins og sofandi farþegi, til að fríka ekki út hina farþegana.“

„Við erum með lista með fullu nafni og sætisnúmeri allra farþega. Þegar okkur leiðist þá „gúgglum“ við ykkur.“

Mynd/DreamWorks

„Klósettin eru nálægt sætunum okkar. Sama hvað þú reynir að fela þá staðreynd að þú sért að kúka þá skiptir það ekki máli. Við heyrum það alltaf.“

„Þegar flugþjónar heilsa þér þegar þú kemur um borð eru þeir að gera tvennt: Athuga hvort þú sért undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og hvort þú sért sterkur/sterkbyggður, þannig ef eitthvað kemur upp á þá sé hægt að fá aðstoð þína, til dæmis við að opna neyðarútgang eða lyfta einhverju þungu.“

Mynd/Gaumont Buena Vista International

„Þrífðu ALLTAF sætisbakkann þinn. Þeir eru aldrei þrifnir eða sótthreinsaðir á milli flugferða.“

„Margir vita þetta örugglega ekki, en í stærri flugvélunum eru rúm fyrir ofan farangursgeymsluna, svo við flugþjónarnir getum lagt okkur í löngum flugferðum.“

„Ég var í flugi frá Minneapolis til Boston. Annar flugþjónn kom upp að mér og sagði: „Ég held að einhver sé að stunda kynlíf inni á baðherbergi, hvað á ég að gera?“ Ég fór og bankaði á baðherbergishurðina, algjör þögn. Ég bankaði aftur, ekkert. Eftir að ég bankaði í þriðja skipti sagði ég: „Ég ætla að gefa ykkur tvær mínútur til að hætta því sem þið eruð að gera og fara í föt.“ Þau komu ekki út þannig ég tók hurðina úr lás, sá píku og lokaði hurðinni strax aftur.

Ég sagði að mig langaði ekki að gera þau vandræðaleg fyrir framan hina farþegana eða hringja í yfirvöld og sjá um pappírsvinnuna sem því fylgir, þannig þau þyrftu að koma út. Maðurinn kom út úr baðherberginu og kallaði mig fokking kuntu, sem við lítum á sem hótun. En ég ákvað að fara ekki með það lengra. Hann talaði síðan við yfirflugþjóninn og beinlínis spurði hvort þau mættu klára að stunda kynlíf. Hann neitaði að gefast upp og það endaði með því að lögreglan var tilbúin þegar við lentum og fylgdi honum úr vélinni.“

Mynd/Fox

„Við flugþjónarnir tölum saman, þannig ef þú ert dónalegur við einn okkar, þá vitum við allir af því. Og við munum skrifa athugasemd um þig í gagnabanka flugfélagsins.“

„Ég vann fyrir mjög vinsælt háklassa flugfélag í þrjú og hálft ár. Ein villtasta sagan mín frá þeim tíma er þegar ég var í flugi frá Rússlandi til Dubai. Par kom um borð með vodka flösku, sem var í lagi, en opnuðu hana og byrjuðu að drekka úr henni, sem var ekki í lagi. Þau urðu mjög ölvuð og öskurrifust á rússnesku. Við þurftum að stía þeim í sundur og hafa þau aðskilin sem eftir var flugsins. Konan endaði með að pissa á sig og í sætið.

Þau yfirgáfu flugvélina saman og við létum að sjálfsögðu kollega okkar vita af málinu, þar sem þau voru að fara í annað flug.“

Það er hægt að lesa fleiri sögur á vef BuzzFeed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“
Fókus
Í gær

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar

Courtney Love segir að Johnny Depp hafi bjargað lífi hennar
Fókus
Í gær

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“

Vikan á Instagram: „Bað Guð um sól, verði ykkur að góðu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar

Auglýsti eftir morðingja sínum á netinu – Konan sem elskaði pyntingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“