fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Elsta dóttirin í einkaflugavélamálinu stígur fram – „Það trúir mér enginn“

Fókus
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál móður, sem fór til Noregs og nam syni sína á brott í einkaflugvél, hefur vakið mikla athygli. Móðirin, Edda Arnardóttir, steig fram í hlaðvarpinu Eigin konur í gær og greindi þar meðal annars frá því að lögregla hefði til rannsóknar ásakanir um meint ofbeldi sem faðir barnanna er sakaður um að hafa beitt börn sín. Meðal annars kynferðislega áreitni í garð elstu dóttur. Elsta dóttirin, 15 ára, hefur nú stigið fram í Eigin konum þar sem hún fór stuttlega yfir sögu sína.

Þar greinir hún frá því að upplifa að enginn trúi henni. Hún hafi greint norskum sálfræðingi, sem kom og tók viðtal við hana í tilefni af forsjármáli sem var rekið í Noregi, frá framkomu föður í hennar garð. Sá sálfræðingur hafi svo vænt hana um lygar.

„Hann bara sagði við dómstóla að hann bara trúi mér ekki og þetta væri bara lygi.“ 

Hafi sálfræðingurinn haldið því fram að frásögn dótturinnar væru lygar sem móðir hennar hafi gert henni að segja. Dóttirin segir það þó ekki rétt.

Engu að síður hafi hún upplifað að henni sé ekki trúað.

„Ég sagði bara frá því að hann braut á mér kynferðislega,“ segir dóttirin og greinri svo frá að faðir hennar hafi áreitt hana kynferðislega þegar hún var 11 ára gömul. Þá hafi faðirinn ásamt börnunum fimm búið í litlu húsnæði og þrátt fyrir að yngri systir hennar hafi verið í sérherbergi hafi hún, ásamt einum bróður, deilt rúmmi með föður.

„Við vorum að horfa á þætti eitt kvöldið og hann snerti á mér brjóstin.“ 

Hún hafi ekki áttað sig á því að um brot væri að ræða á þeim tíma. Í skólanum hafi hún fengið fræðslu um nauðganir, en ekki fræðslu um kynferðislega áreitni.

Á þeim tíma hafi hún verið „mamman í húsinu“ og þurft að sinna öllum systkinum sínum þar sem hún var elst.

Hún hafi greint móður sinni frá meintu broti tveimur árum eftir að það átti sér stað. En hún segir föður einnig hafa slegið sig og gripið í rassinn á henni.

„Þetta var mjög erfitt, ég var náttúrulega bara ellefu ára þegar þetta gerðist.“ 

Hún segir að það hafi verið mikið ævintýri að fara að sækja bræður sína. Mæðgurnar hafi flogið til Osló og þaðan keyrt til að sækja bræðurna. Síðan hafi hún og systir hennar beðið með tveimur bræðrunum á meðan móðirin sótti þann yngsta, en sá hafði verið veikur heima og þurfti móðirin að lokka föður frá heimilinu til að geta sótt hann. Allt gekk þó upp og héldu systkinin ásamt móður á lítinn flugvöll þar sem þeirra beið einkaflugvél sem móðirin hafði tekið að leigu. Þaðan flugu þau til Íslands.

Dóttirin segir óþægilegt að vita ekki hvort bræður hennar fái að vera áfram á Íslandi og vill hún alls ekki að þeir fari aftur út þar sem faðirinn hafi einnig beitt þá ofbeldi sem hún hafi orðið vitni að þegar hún bjó með þeim í Noregi.

Rétt er að geta þess að DV hefur óskað eftir viðbrögðum frá föður barnanna. Hann vísaði á lögmann sinn en ekki hefur tekist að ná í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“