fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

„Þetta eru líka bara menn sem eiga konur sem þeir fá ekki nógu mikið að sofa hjá […] og þannig ógeð, menn sem eiga pening“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. mars 2022 15:30

Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hlaðvarpsþætti af Eigin Konur á Stundinni, undir stjórn Eddu Falak, stígur fram kona sem lýsir því hvernig það er að vera kona í klóm neyslu á Íslandi. Hún segir valdamikla karla nýta sér neyð þessara kvenna og í gegnum tíðina hefur hún þekkt margar konur sem eru fastar í vændi.

Konan kemur fram nafnlaust og segir frá harðri fíkniefnaneyslu yfir margra ára skeið og hvernig hún byrjaði að nota vímuefni í æð árið 2019.

„Maður kynnist algjörlega nýjum heimi þegar maður fer þangað,“ segir hún.

„Ég þekki mjög mikið af fólki með vímuefnavanda og ekkert af þessum manneskjum átti frábært líf fyrir það. Svo bætast við áföllin sem gerast í neyslu, það er óumflýjanlegt. Sérstaklega ef þú ert komin í svona mikla neyslu [þá er það óumflýjanlegt] að verða ekki fyrir ofbeldi og verða fyrir áföllum, og þá verður ennþá erfiðara að hætta.“

Karlmenn sem nýta sér neyð kvenna

Konan segir að það sé algengara en fólk grunar að einstaklingar nýta sér neyð fíkla. „Það er líka verið að fá fólk til að gera alls konar. Eins og ef þú brýst þarna inn og stelur sjónvarpi þá færðu þetta […] Það er mjög algengt að taka stelpur sem eru kannski orðnar mjög veikar, aðallega þær sem eru háðar ópíóðum því þú verður svo ótrúlega eðslega veik ef þú færð ekki skammtinn þinn, þá eru svona ansi margt sem konur eru tilbúnar að gera til að halda sér á lífi út daginn.“

Aðspurð hvort mennirnir séu líka í mikilli neyslu svarar hún játandi. „Þetta eru kannski fyrst og fremst menn sem eru í neyslu, en það er algengara en fólk heldur að þetta séu líka bara menn sem eiga konur sem þeir fá ekki nógu mikið að sofa hjá heima hjá sér og þannig ógeð, menn sem eiga pening, það er oft líka það. Það er ekki bara 100 prósent menn sem eru að nota. Það er líka frekar sjúkt þegar maður áttar sig á hversu algengt þetta er á litla Íslandi.“

„Ég hef átt vinkonur sem eru fastar þarna […] þetta rústar þeim og maður horfir upp á þær verða að engu, þær halda áfram. Ég ætla ekki að segja að þetta sé auðveldur peningur, en þú færð mikinn pening fyrir stuttan tíma og það er rosalegt að fylgjast með því hvað þessir menn hafa mikil völd yfir þessum konum.“

Hryllilegar heimilisaðstæður‘

Í þættinum segir konan frá því hvernig aðstæður hennar voru þegar hún var djúpt sokkin í neyslu.

„Ég er búin að vera í athvörfum fyrir heimilislausa […] Maður er búinn að koma við á ýmsum stöðum,“ segir hún og lýsir því þegar hún dvaldi í herbergi með veggjalýs, en hún var bara fegin að vera með herbergi. Hún bjó inn á vinkonu sinni í hálft ár og lýsir ástandinu.

„Þetta var alveg hræðilegt […] Það var aldrei farið úr skónum því þú þurftir að vaða draslið upp að kálfum, ógeðsleg lykt þarna. Þetta var á tveimur hæðum og það var blóð upp eftir veggjum, alltaf eitthvað fólk að koma þarna inn í geðrofi og gat verið rosalegt ástand. Svo var eitt herbergi, hún bjó í mjög stóru húsi, það var eitt herbergi sem var bara stútfullt af notuðum sprautum og nálum […] örugglega 20 sm frá gólfi bara sprautur. Ef heilbrigðiseftirlitið hefði mætt hefði íbúðin verið innsigluð,“ segir hún.

Undir lokin var hvorki heitt né kalt vatn í íbúðinni. Mygla í vaskinum.  „Þetta var skárra en að vera á götunni, það var þetta eða að vera úti,“ segir hún og viðurkennir að með tímanum brenglast siðferðiskenndin. „Allt í einu var bara orðið ágætt að sofa í rúmi sem var svart af skít,“ segir hún.

Kynnist mjög ríkum manni

Konan segir frá því að umrædd vinkona hefði kynnst „mjög ríkum“ og valdamiklum manni.

„Hún þekkti hann fyrst og fremst. Ég komst eiginlega bara svolítið óvart að þessu, ég vissi alveg hvað hún var að gera, að hún væri að selja kynlíf […] En þetta var bara leyndarmál, það átti enginn að vita að þetta væri hann,“ segir hún og segir að hún hefði óvart komist að nafni mannsins.

Á þessu hálfa ári sem konan bjó hjá vinkonu sinni horfði hún á hana verða grennri og grennri. „Og líða verr og verr […] og fara út bara öll kvöld, bæði að hitta hann og aðra menn. Einhvern veginn alltaf úti og alltaf í vændi, kom svo heim og sagði stundum: „Mér var nauðgað í vinnunni í dag“ eða „þetta kom upp á í dag.“ Það brýtur í mér hjartað eftir á að hugsa, hvað eru þessir menn að spá.“

Það er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni á vef Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“