fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Stuð hjá Sigga Hlö – „Allsnakin í pottinum með þremur karlmönnum“

Fókus
Laugardaginn 19. mars 2022 18:17

Siggi Hlö

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö heldur úti einum vinsælasta útvarpsþætti landsins alla laugardaga og slær hvergi af. Þátturinn, Veistu hver ég var,  er á dagskrá Bylgjunnar alla laugardaga milli 16.00 og 18.30 og er vinsælt hjá mörgum hlustendum að stíga sín fyrstu skref inn í gleði næturinnar með því að hlusta á þáttinn.

Þá er enn vinsælla að hringja inn í þáttinn, helst í sumarbústað úti á landi, og spjalla við Sigga sem tekur slíkum innihringingum ætíð fagnandi.

Innihringjandi í þætti dagsins hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Twitter. Um er að ræða upptöku þar sem kona ein hringir inn og er ekki alveg með athyglina við símtalið þegar hún nær í gegn.

„Þú tekur upp allt sem maður gerir,“ segir konan við einhvern nærstaddan og hlustar ekkert á Sigga sem reynir að ná athygli hennar. Þá skipar hún viðkomandi að haga sér.

Loks nær þáttastjórnandinn reyndi athygli konunnar sem gargar upp fyrir sig. „NEI BLESSAÐUR!!“ segir konan og tekur Siggi undir kveðjuna. „Eru ekki allir hressir?“ spyr konan þá og virðist vera í miklu stuði.

„Hvað helduru að hafi komið fyrir mig núna, ha?“ segir konan og þegar Siggi segist ekki hafa hugmynd bætir hún við: „Allsnakin í pottinum með þremur karlmönnum“.

Í kjölfarið slitnar samtalið og segir Siggi að það hafi verið eins gott enda leist honum ekkert á hvert samtalið væri að fara.

Hér má hlusta á upptökuna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“