fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hún vildi bæta þriðju manneskjunni við sambandið – Endaði með ósköpum

Fókus
Laugardaginn 12. mars 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og dansarinn Taylor Cezanne hafði verið með kærasta sínum í þrjú ár þegar þau ákváðu að hrista aðeins upp í sambandinu og bæta við þriðju manneskjunni. En því miður gekk það ekki betur en svo að Taylor endaði einhleyp eftir að hafa komið að þeim tveimur. The Sun greinir frá.

Taylor, sem er 26 ára, og þáverandi kærasti hennar kynntust konu í gegnum vinnuna hans.

„Við vildum bara hafa gaman en hún var hrein mey þannig ég vildi ekki setja neina pressu á hana,“ viðurkennir hún.

Fyrir þetta höfðu þau aldrei velt fyrir hvort að fjölkær lífsstíll (e. polyamorous) hentaði þeim fyrr en þau kynntust konunni. Hún segir að þau hefðu bæði laðast að henni og vildu láta á reyna.

En þar sem kærasti hennar og konan unnu saman þá urðu þau nánari og fannst Taylor hún oft vera utangarðs í þessu nýja þriggja manna sambandi. Mikil afbrýðisemi var á milli þeirra og segir Taylor hún hafa átt erfitt með að venjast þessari nýju dýnamík, þó hún hefði verið hennar hugmynd til að byrja með.

Sjö mánuði inn í sambandið náði það suðupunkti þegar Taylor uppgötvaði að parið hefði ekki komið heim úr vinnu. Hún fór að leita að þeim og fann þau stunda kynlíf á bílastæðinu fyrir framan vinnuna þeirra.

Taylor segir að þau hefðu vissulega ekki verið að „brjóta neinar reglur“ en henni fannst hún samt svikin. Hún sagði við kærastann að hana langaði að vera bara þau tvö aftur, en hann var ekki tilbúinn að sleppa nýju kærustunni.

„Ég sagði honum að ég vildi ekki deita hana lengur, en hann vildi okkur báðar,“ segir hún og bætir við að hún hefði ákveðið að binda endi á sambandið.

„En ég er góð í dag. Ég er í öðru sambandi og er hamingjusöm. Ég er þakklát fyrir þessa upplifun og lærdóminn af henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“