fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Er ég þig hitti“ – Nýtt lag með Ólafi F. Magnússyni

Fókus
Laugardaginn 12. mars 2022 12:07

Ólafur F. Magnússon - Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri og læknir, skáld og lagahöfundur, hefur sent frá sér lagið „Er ég þig hitti“.

Myndband var gert við lagið í byrjun mars og má horfa á það í spilaranum undir fréttinni. Ólafur segir þetta um tilurð lags og myndbands:

„Í suðaustan strekkingnum í gærmorgun (laugardaginn 5. mars) tók Friðrik Grétarsson upp myndband við Gróttu, þar sem við Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir erum í forgrunni sem söngvarar í lagi mínu og ljóði frá 16. janúar 2021: „Er ég þig hitti“. Meira en hálft ár er liðið frá því að ég gaf út lag síðast, en það var lag mitt og ljóð „Ættjarðarást“., með’ myndefni frá eldgosinu í Geldingadölum, sem þá stóð enn yfir. Kórónuveriufaraldurinn hefur hamlað frekari vinnslu á tónlist minni með myndböndum frá þeim tíma, enda koma þau Vilhjálmur Guðjónsson og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir (dóttir Labba í Mánum) iðulega að flutningi laga minna og Friðrik Grétarsson gerir myndböndin við lögin. Til liðs við okkur Guðlaugu í söngnum að þessu sinni kemur Halla Koppel, dóttir Vilhjálms Guðjónssonar, en hún sér um raddir í nýja laginu. “

 

Ljóðið er eftirfarandi:

„Er ég þig hitti, ástin mín,

yndisleg verður nærvera þín.

Við skulum njótast uns dagur dvín

og dásemd eignast er sólin skín.

 

Yndislegt verður ætíð með þér

og ávallt sértu ei langt frá mér.

Já, öll sú fegurð sem augað sér

hjá okkur dvelur og hvergi fer.

 

Já, sæl við erum saman alla leið,

sigurbraut kærust okkur verður greið.

Um stoðir landsins stöndum við æ vörð

og styrkja munum Ísafoldar svörð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar