fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Hollywood-leikari dæmdur í 150 daga fangelsi fyrir að sviðsetja hatursglæp gegn sjálfum sér

Fókus
Föstudaginn 11. mars 2022 14:00

Jussie Smollett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywoodleikarinn Jussie Smollett var í gær dæmdur í 150 daga fangelsi fyrir að ljúga til um hatursglæp sem átti að hafa beinst að honum sjálfum. Smollett, sem fæddur er árið 1982, vakti fyrst athygli í Hollywood fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Mighty Ducks árið 1992 og North árið 1994. Þá fór hann með hlutverk í stórmyndinni Alien: Covenant árið 2017. Það var þó hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Empire sem skaut honum upp á stjörnuhiminn. Þar fer Smollett með hlutverk Jamal Lyon en þættirnir hafa fengið mikið lof fyrir þá jákvæðu ímynd af þeldökkum samkynhneigðum karlmönnum sem endurspeglast í hlutverki Smollett sem sjálfur er samkynhneigður.

Brotið sem Smollett var sakfelldur fyrir átti sér stað í janúar 2019. Þá tilkynnti leikarinn áras til lögreglu Chicago-borgar og fullyrti hann að tveir grímuklæddir menn hefðu ráðist að sér í skuggasundi í borginni. Þeir hafi sett snöru um háls hans, hellt torkennilegu efni yfir hann og hrópað að honum níðyrði vegna litarhafts hans og kynhneigðar sem og stuðningsyfirlýsingar við Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna.

Lögreglan handtók Smollett mánuði síðar á grundvelli upploginna saka. Talið er að hann hafi borgað tveimur bræðrum um 3.500 dollara, tæplega 470 þúsund krónur, fyrir að aðstoða sig við sviðsetninguna. Markmiðið hafi verið að koma sér betur á framfæri í hinum harða heimi Hollywood.

Dómarinn í málinu, James B. Linn, fór hörðum orðum um Smollett og kallaði hann sjálfhverfan og hrokafullan narsissista. „Ekkert sem ég geri hér í dag mun jafnast á við þann skaða sem þú hefur gert sjálfum þér,“ sagði Linn meðal annars.

Auk þess að sitja í fangelsi í um 5 mánuði þarf Smollett að vera á skilorði í 30 mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða alls 145 þúsund dollara, rúmlega 19 milljónir króna, í sektir og kostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki