fbpx
Þriðjudagur 07.febrúar 2023
Fókus

Stærstu sprengjurnar úr umdeildum þáttum Harry og Meghan

Fókus
Fimmtudaginn 8. desember 2022 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri hluti heimildarþáttaraðar um hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle kom út í dag, en beðið hefur verið eftir þáttunum af eftirvæntingu og hafa sumir gengið svo langt að spá því að Harry verði sviptur titlinum prins, gangi þættirnir of nærri heiðri bresku konungsfjölskyldunnar.

Nú þurfa menn ekki að bíða lengur og geta hámhorft á fyrstu þrjá þættina. Breskir miðlar keppast nú um að segja fréttir upp úr þessum þremur þáttum og virðist sem fátt annað sé rætt á kaffistofum Breta í dag, annað en hertogahjónin.

Þessir þrír fyrst þættir fjalla að mestu um samband hertogahjónanna og aðdraganda brúðkaups þeirra árið 2018, sem og fyrstu kynni Meghan af Vilhjálmi krónprinsi og eiginkonu hans, Katrínu prinsessu.

Hér er það helsta sem kemur fram í þáttunum.

Kynntust á Instagram 

Í fyrsta þættinum afhjúpa Meghan og Harry hvernig þau kynntust, en frásögn þeirra er að nokkru ólík því sem áður hefur komið fram. Árið 2017 sagði Harry við BBC að þau hafi verið leidd saman á blindu stefnumóti en í þættinum í dag segir Harry: „Við kynntumst á Instagram

„Ég var að skrolla í gengum færsluveituna og einhver sem var vinur var með myndband af þeim tveimur og ég hugsaði – Hver er þetta.“

Þessi vinur Harry hafði svo samband við Meghan til að sjá hvort hún hefði áhuga á að hitta prinsinn og eftir að hún skoðaði „fallegu ljósmyndirnar hans og myndir af umhverfinu“ sem mátti finna á Instagram síðu Harry ákvað Meghan að slá til.

Þau hittust svo á bar í London og þau segja að ævintýrinu hafi næstum lokið þar því Harry var of seinn á stefnumótið.

„Ég þekkti hann ekki,“ sagði Meghan. „Svo [þegar hann var seinn] hugsaði ég bara – Svo þetta er hvernig hann kemur fram? Nei ég ætla ekki að taka þátt í þessu.“ Harry skaut þá inn: Hvað á þetta að þýða?

Þá svaraði Meghan: „Menn sem hafa svo mikið egó að þeir halda að hvaða stelpa sem er muni bara sitja og bíða eftir þeim í hálftíma – ég hafði bara engan áhuga á því:“

Svo mætti Harry rauður í framan, sveittur og miður sín yfir að vera seinn. Svo Meghan fyrirgaf honum. Hún tilkynnti honum þó klukkustund eftir að þau hittust að hún þyrfti að vera mætt annað og fór. Hún ákvað þó að vera huguð og hafði svo fljótlega sambandog bauð honum út að borða.

Á næsta stefnumóti var það svo hún sem var sein, en Harry lét það ekki trufla sig enda þá orðinn yfir sig heillaður. „Ég vildi hitta þig aftur,“ sagði Harry við Meghan í myndinni.

Harry skaut á Katrínu 

Harry virðist í fyrsta þættinum vísa til mágkonu sinnar, Katrínu prinsessu, er hann ræddi um hvernig samband hans og Meghan væri ólíkt því sem konungsfjölskyldan er vön.

Hann sagði: „Ég held að fyrir svo marga í fjölskyldunni, sérstaklega karlmennina, geti þeir freistast til eða fundið fyrir þörfinni að giftast einhverjum sem gæti passað í mótið frekar heldur en einhverjum sem þeim er ætlað að vera með.“

Hann bætti svo við: „Munurinn á því að taka ákvarðanir með hausnum eða hjartanu. Og móðir mín tók flestar sínar ákvarðanir, ef ekki allar, út frá hjartanu. Og ég er sonur móður minnar.“

Harry varaði Meghan við papparassa ljósmyndurunum

Í öðrum þættinum útskýrði Meghan að í upphafi sambands hennar og Harry, þegar hún bjó enn í Kanada og var að leika í sjónvarpsþáttunum Suits, hafi hún lent í hóp af papparassa ljósmyndurum þegar hún kom úr blómabúð.

„Þeir voru fyrir bílunum og sögðu: Hey hvernig hefur þú það Meghan? Og ég svaraði: Oh takk, passið að verða ekki kalt.“

Hún rifjar upp að daginn eftir hafi Harry sagt henni að hún mætti alls ekki tala við þessa ljósmyndara. Allt sem hún segði eða gerði yrði túlkað neikvætt. Með því að brosa og vera kurteis væru bresku ljósmyndararnir að mála hana upp sem einstakling sem elskar sviðsljósið og athyglina.

Fyrstu kynnin af drottningunni

Í öðrum þættinum fjölluðu hertogahjónin um það þegar Meghan hitti Elísabetu drottningu í fyrsta sinn. Harry lýsti fundinum sem „ögn skrítnum“

Meghan hafði ekki hugmynd um hvað fælist í þessu svo þetta var frekar mikið sjokk fyrir hana,“ sagði Harry. „Hvernig útskýrir þú [fyrir fólk] hvernig það á að hneigja sig fyrir ömmu manns? Og að það þurfi að hneigja sig. Sérstaklega fyrir Bandaríkjamanni – að er skrítið“

Meghan sagði að hún hafi verið óviðbúin þessum fyrsta fundi, það hafi verið óvænt. „Og ég man bara að í bílnum á leiðinni sagði hann – þú kannt að hneigja þig er það ekki? Og ég hélt það væri grín.“

Fyrstu kynnin af Katrínu prinsessu

Meghan segir í þáttunum að það hafi komið henni mjög á óvart að formlegheitin í konungsfjölskyldunni gilda líka bak við luktar dyr. Hún hafði talið að um leið og enginn óviðkomandi væri að fylgjast með þá myndi konungsfjölskyldan slaka á, en svo hafi ekki verið. „Þessi formlegheit gilda báðum megin við dyrnar og það kom mér í opna skjöldu.“

Þegar hún hafi fyrst hitt Katrínu prinsessu hafi Meghan gengið út frá því að geta verið sjálfri sér lík, var í rifnum gallabuxum og berfætt og ætlaði að faðma krónprinsinn og prinsessuna og áttaði sig ekki á því að slíkt gæti komið illa við þau.

Skaut föstum skotum á föður sinn

Harry skaut föstum skotum á föður sinn í viðtalinu og gaf til kynna að Karl konungur hafi ekki alið hann upp heldur „vinir“ í Afríku. „Ég á aðra fjölskyldu þar úti. Hóp af vinum sem bókstaflega ólu mig upp.“

Harry sagði líka að hann hafi „fórnað öllu sem hann átti“ fyrir Meghan þegar þau sögðu skilið við lífið í konungsfjölskyldunni.

Æfðu sig fyrir viðtal

Í fyrsta sinn sem Meghan og Harry komu saman fram í sjónvarpi var það í trúlofunar-viðtali á BBCMeghan sagði að allt sem tengdist tilkynningunni um trúlofunina sem og viðtalið sjálft hafi verið þaulæft.

Þeim hafði verið meinað að segja sína „sönnu“ sögu þegar þau fengu spurningar um samband sitt.

Lokaði á minningar um móður sína

Harry segir að hann eigi ekki margar gamlar minningar um móður sína, Díönu prinsessu, og telur að hann hafi lokað á þær út af sorginni sem fylgdi því að missa hana þegar hann var ungur að árum.

Hann segist þó muna enn eftir hlátri hennar.

„Meirihluti minninga minna er um að vera umkringdur paparassi ljósmyndurum“

Hann hrósaði móður sinni fyrir viðleitni hennar að reyna að vernda hann og Vilhjálm prins frá fjölmiðlum. Með þessu hafi verið sýnt myndskeið af Díönu í skíðaferðalagi með börnum sínum þar sem hún gekk upp að fjölmiðlamanni, sem var með myndavélina á lofti, setti hendur sínar yfir vélina og sagði: Sem foreldri gæti ég beðið ykkur um að virða einkarými barna minna?

Óttaðist að sími föður hennar væri hakkaður

Meghan rifjaði upp stundina þar sem hún sannfærðist um að sími föður hennar væri hakkaður í aðdraganda brúðkaups hennar og Harry. Henni hafi verið sagt að hringja í föður sinn og spyrja hvort hann væri að þiggja greiðslur frá æsifréttamiðlum fyrir að setja myndir á svið. Faðir hennar hafi neitað því.

„Og í því símtali sagði ég við hann – Sko ef þeir geta ekki stöðvað þessa frétt þá mun hún koma út á morgun svo af hverju sendum við ekki einhvern heim til þín til að koma þér þaðan út.“

Hún segir að hún hafi fengið skilaboð frá föður sínum sem virtust ekki skrifuð af honum og þá hafi hún óttast hið versta.

„Faðir minn notar mikið af tjáknum og mikið af punktum í skilaboðunum sínum og þetta var alveg öfugt við það,“ rifjaði hertogaynjan upp.

Harry viðurkennir stærstu mistök lífs síns

Harry sagði að ákvörðun hans um að klæða sig upp í nasista-búning fyrir veislu árið 2005 hafi verið verstu mistök lífs hans. Hann var á þeim tíma tvítugur og þurfti í kjölfarið að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

Meghan segir að fjölmiðlar reyni að ófegra hana alveg sama hvernig hún kemur fram

Meghan heldur því fram að fjölmiðlar muni leita leiða til að „rústa“ henni alveg sama hversu „góð“ hún er.

Henni hafi framan af verið sagt að umfjöllun fjölmiðla yrði mildari með tímanum og hún hafi reynt að halda í þá trú.

„Þetta loforð um að „þegar þið eruð gift þarftu ekki að örvænta, þetta verður betra þegar þau venjast þér, þetta verður betra, auðvitað verður þetta betra.“. En sannleikurinn er sá að alveg sama hversu mikið ég reyni, sama hversu vel ég kem fram, sama hvað ég geri, þá voru þau samt alltaf að fara að finan leiðir til að rústa mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf
Fókus
Í gær

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin

Ævintýraleg samgöngusaga Norður Kóreu – Stærsti bílaþjófnaður sögunnar, heimsins versta flugfélag og kynþokkafyllsta umferðastjórnunin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“

Aldís Gló málar það sem aldrei mátti ræða eftir gosið í Eyjum – „Það var litið á þennan hóp sem þurfalinga, flóttamenn á matarmiðum frá hinu opinbera“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Madonna tæklar vinsælasta dansinnn á netinu í dag – Er stríðsöxin grafin?

Madonna tæklar vinsælasta dansinnn á netinu í dag – Er stríðsöxin grafin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins