fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fókus

Fimm skipti þar sem hertogahjónunum verður tvísaga í nýju þáttunum

Fókus
Fimmtudaginn 8. desember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir heimildaþáttum sem byggja á sambandi hertogahjónanna Harry Bretaprins og Meghan Markle, en þau hafa heldur betur haldið konungsfjölskyldunni á tánum undanfarin fimm ár. Bjuggust margir við að þættirnir kæmu til að með að fela í sér afhjúpanir sem gætu valdið fjaðrafoki.

Nú voru fyrstu þrír þættirnir sýndir í dag og hafa breskir fjölmiðlar keppst við að segja frá þeim. Að vanda er fréttaflutningurinn harður í garð hertogahjónanna sem hafa fallið í ónáð meðal Breta eftir að þau gáfu frat í konunglegar hefðir og fóru að eltast við frægð og frama í Bandaríkjunum í staðinn, í skjóli frá stífum hefðum og ágangi bresku slúðurpressunnar.

The Sun hefur nú tekið saman fimm skipti þar sem hertogahjónunum virðist verða tvísaga, miðað við þættina sem sýndir voru í dag. Ekkert skal fullyrt um hver sannleikurinn er í þessum aðstæðum en hafa þarf í huga að hertogahjónin halda því fram að þeim hafi verið meinað að segja sinn sannleik fyrr en nú.

Fyrsta stefnumótið

Í þáttunum segjast hertogahjónin hafa kynnst í gegnum Instagram. Þar hafi Harry rekið augun í myndband með Meghan og ákveðið að fá sameiginlegan vin til að leiða þau saman. Það er ekki í samræmi við það sem Harry sagði árið 2017 við BBC en þá sagði hann að þau hafi kynnst á blindu stefnumóti.

Trúlofunin

Hertogahjónin lýsa því þegar þau trúlofuðust. Í þáttunum segja þau að Harry hafi farið á skeljarnar við kertaljós í garðinum sem var upplýstur með rafmagnskertum. Með þessu voru birtar myndir sem sýndu Harry á einu kné í lautarferð í garðinum og svo önnur mynd þar sem þau stilltu sér upp með hundi Meghan rétt eftir að Meghan sagði já.

Hins vegar sögðu þau áður við BBC að þau hafi trúlofast á „kósí kvöldi“ heima þar sem þau voru að elda kjúkling. Harry sagði þá: „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum, fyrr í mánuðinum, hér í kotinu okkar á týpísku kvöldi hjá okkur“. Meghan bætti þá við: „Við vorum bara að elda kjúkling. Reyna að elda kjúkling og þetta kom dásamlega á óvart. Þetta var svo sætt og náttúrulegt og mjög rómantískt. Hann fór á skeljarnar.“

Þau höfðu aldrei áður minnst á lautarferð við kertaljós.

Meiningar um viðbrögð konungsfjölskyldunnar

Í byrjun fyrsta þáttar segir að Netflix hafi haft samband við konungsfjölskylduna sem hafi hafnað því að tjá sig um efni þáttanna. Hins vegar segir konungsfjölskyldan núna að enginn hafi leitað til þeirra eftir athugasemdum áður en þættirnir voru sýndir.

Klæðnaður Meghan

Meghan segir í þriðja þætti að hún hafi sjaldan klætt sig í liti á meðan hún bjó við hirðina í Bretlandi. Hún hafi gert slíkt til að stangast ekki á við fataval drottningarinnar og til að geta blandast inn í bakgrunninn. „Ég er að reyna að láta ekki á mér bera hér, ég vil ekki verða fjölskyldunni til skammar.“

Breskir fjölmiðlar hafa þó grafið upp fjölda mynda frá þessum tíma Meghan í Bretlandi þar sem hún klæddist skærum litum.

Viðtalið við Opruh

Í þáttunum segja hertogahjónin að þau hafi aldrei fengið að segja sína sögu fyrr en nú. „Okkur hefur ekki verið leyft að segja okkar sögu,“ sagði Meghan og tók Harry undir með henni.

Svo virðist sem að þau hafi þá væntanlega gleymt viðtalinu sem þau áttu við spjallþáttadrottninguna Opruh í mars á síðasta ári sem setti allt á hliðina og þar sem þau sökuðu ónefndan meðlim í konungsfjölskyldunni um rasisma og sökuðu stofnanaverkið í kringum konungsfjölskylduna um að hafa brugðist Meghan þegar hún glímdi við sjálfsvígshugsanir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“
Fókus
Í gær

Ensk og sænsk sveit vann sveitakeppni Bridgehátíðar

Ensk og sænsk sveit vann sveitakeppni Bridgehátíðar