fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fókus

Þrjú ár síðan Gummi Kíró bauð Línu Birgittu á fyrsta stefnumótið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. desember 2022 09:32

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komin þrjú ár síðan Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason fóru á fyrsta stefnumótið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, þau eru trúlofuð og reka saman fyrirtæki.

Lína Birgitta er áhrifavaldur og athafnakona sem rekur eigið fyrirtæki, Define The Line. Guðmundur Birkir, kallaður Gummi Kíró, er kírópraktor og eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Hann nýtur einnig vinsælda á Instagram og mikill áhugamaður um tísku og merkjavörur.

Þau eru ekki aðeins par heldur einnig viðskiptafélagar. Nýlega stofnuðu þau fyrirtækið Moxen Eyewear og gáfu út fyrstu sólgleraugnalínuna í sumar.

Lína og Gummi fögnuðu þriggja ára sambandsafmæli í gær og birtu bæði fallegar færslur á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

„Þrjú ár með besta dúdda lífs míns. Takk fyrir að bjóða mér á deit fyrir nákvæmlega þremur árum síðan,“ skrifaði Lína á Instagram.

Gummi birti einnig myndir í tilefni sambandsafmælisins.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by G U M M I – K Í R Ó (@gummikiro)

Lína og Gummi voru vinir áður en þau urðu par. Þau sögðu frá því hvernig vináttan varð að einhverju meira í viðtali í mars.

Sjá einnig: Lína Birgitta og Gummi Kíró opna sig um sambandið og upphaf þess – „Ég þurfti að hringja í vin“

Í október síðastliðnum fór Gummi á skeljarnar í París og eftir að Lína – sem hélt að hann væri grínast til að byrja bað – var búin að átta sig á hvað væri í gangi sagði hún já.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“