fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fókus

Nýjasta nektarmyndin veldur áhyggjum og samsæriskenningum

Fókus
Mánudaginn 5. desember 2022 19:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan poppstjarnan Britney Spears fékk sjálfræði á ný hefur hún birt gríðarlegt magn af nektarmyndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Í fyrstu tóku aðdáendur hennar myndunum fagnandi og hugsuðu með sér að þarna væri hin frjálsa Britney loksins komin á stjá. Nú virðist þó staðan vera önnur ef marka má athugasemdirnar við nýjustu nektarmyndina sem hún birti á Instagram um helgina.

Sumir aðdáendur hennar telja nefnilega núna að Britney sé í raun og veru ekki sjálf að birta þessar myndir. Nokkrir aðdáendur hennar hafa nú beðið stjörnuna um að fara í beina útsendingu á Instagram til að sýna að hún sé í raun og veru sú sem er að birta myndirnar sem um ræðir. Þá hefur hún einnig verið beðin um að „blikka“ ef það er í lagi með hana. „Britney er EKKI að birta þetta,“ segir til dæmis í einni athugasemd við færsluna. Þá segir í annarri athugasemd að hegðun Britney á samfélagsmiðlinum sé farin að minna á þátt úr Black Mirror þáttunum vinsælu.

Það sem vekur einnig áhyggjur aðdáenda hennar er textinn sem hún lætur fylgja með myndinni en hann er vægast sagt furðulegur. Hér í færslunni fyrir neðan má sjá textann sem um ræðir en einhverjir hafa haft það á orði að textinn virðist vera skrifaður af vélmenni, svo samhengislaus er hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Channel 8 (@britneyspears)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk nálgunarbann gegn manni sem er sannfærður um skyldleika þeirra

Fékk nálgunarbann gegn manni sem er sannfærður um skyldleika þeirra
Fókus
Í gær

Heiðar og Kolfinna kaupa fasteign í Kópavogi

Heiðar og Kolfinna kaupa fasteign í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn

Opnar sig um „erfitt“ fósturlát Demi Moore og skilnaðinn