Leikkonan Sofia Vergara setti Instagram á hliðina fyrr í vikunni þegar hún birti mynd af sér í bikiníi. Venjulega fá færslurnar hennar á miðlinum í kringum 70 til 300 þúsund „likes“ en á tveimur dögum hefur umrædd mynd fengið yfir 1,2 milljónir „likes“.
Það er því óhætt að segja að myndin hafi slegið í gegn hjá aðdáendum stjörnunnar og eiga margir erfitt með að trúa að hún sé orðin 50 ára.
View this post on Instagram
„Hvað ertu aftur gömul? 24 ára?“ sagði einn netverji.
„Hún er heit miðað við tvítugt og hún er fimmtug? Ekki möguleiki!“ sagði annar.
Sofia er í fríi með eiginmanni sínum, leikaranum Joe Manganiello. Þau hafa verið gift síðan árið 2015.