fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Þetta er það sem Harry saknar frá lífinu í konungsfjölskyldunni

Fókus
Fimmtudaginn 29. desember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, yfirgáfu lífið í bresku konungsfjölskyldunni til að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum, fjarri konunglegum skyldum og formlegheitum.

Hann hefur nú afhjúpað í heimildaþáttunum Harry&Meghan hvað það er sem hann saknar frá sínu fyrra lífi.

„Ég sakna furðulegu fjölskyldusamkomnanna þar sem við komum öll undir eitt þak á tilteknum tímum ársins. Þess sakna ég. Að vera hluti af stofnuninni [konungsfjölskyldunni] þýddi að ég var í Bretlandi svo ég sakna Bretlands og ég sakna vina minna.“

Harry bætti við að þegar hann og kona hans ákváðu að flytja burt hafi hann misst nokkra vini í leiðinni. En þetta skref hafi hann tekið vegna persónulegra ástæðna – hann var breyttur og þótti hann hafa þroskast burt frá þessu konunglega umhverfi.

„Það koma tímar þar sem ég er reiður, en ég get ekki verið reiður því ég í hreinskilni upplifi að ég – og við – séum nákvæmlega þar sem okkur er ætlað að vera. Okkur tókst að komast yfir ánna.“

Nú er búist við því að fleiri leyndarmálum verði ljóstrað upp um líf hans í konungsfjölskyldunni, en sjálfsævisaga hans „Spare“ sem kemur út snemma í janúar.

„Ég hef gengið með marga hatta í gegnum árin, bæði bókstaflega og óeiginlega, og von mín er sú að með því að segja sögu mína – bæði hápunkta og lágpunkta hennar, mistökin, lærdóminn sem ég hef lært – að þannig geti ég hjálpað við að sýna fra má að sama hvaðan við komum þá eigum við mun meira sameiginlegt heldur en við höldum,“ sagði Harry í fréttatilkynningu þar sem hann kynnti bók sína. Hann bætti því við að hann væri spenntur fyrir því að fólk fengi að heyra um líf hans frá honum sjálfum og að bókin sé bæði nákvæm og hreinskilin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka