fbpx
Þriðjudagur 07.febrúar 2023
Fókus

„Kanye er alveg genginn af göflunum“

Fókus
Föstudaginn 2. desember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West, eða Ye eins og hann heitir að lögum, verður seint sagður óumdeildur en þó virðist hann í einstaklega litlu jafnvægi þessa daganna og hefur líklega sjaldan verið umdeildari en nú.

Á dögunum mætti hann í viðtal hjá öfga hægrimanninum Alex Jones og sagðist þar elska nasista.

„Ég er hrifinn af Hitler,“ sagði hann og skömmu síðar bætti hann við „Ég elska gyðinga en ég elska líka nasista.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kanye hefur látið falla frá sér ummæli sem eru talin fela í sér fordóma gegn gyðingum og hefur fjöldi fólks kallað eftir því að Kanye verði ekki veittur vettvangur til að auglýsa þessa fordóma.

Nú er hvert fyrirtækið á eftir öðru að slíta eða neita að hefja samstarf við rapparann og er nú fyrrum samstarfsaðili rapparans, Adidas, að rannsaka ásakanir um að Kanye hafi spilað klám á starfsmannafundum hjá fyrirtækinu og sýnt nektarmyndir af fyrrverandi eiginkonu sinni, Kim Kardashian, í starfsviðtölum. Fyrrverandi starfsmenn Adidas hafa haldið þessu fram og sagt að yfirmenn hafi verið meðvitaðir um framkomu Kanye en litið framhjá því. Þar með hafi fyrirtækið ekki varið starfsmenn sína frá áralöngu andlegu ofbeldi og einelti frá Kanye.

Íhaldssamir hægri men sem áður höfðu lýst yfir stuðningi við Kanye hafa nú eytt þeim færslum og virðast fáir tilbúnir að styðja við bakið á honum þessa daganna.

Kanye hellti svo olíu á eldinn í vikunni þegar hann birti mynd á Twitter af merki sem virtist samsett úr hakakrossinum og Davíðsstjörnunni. Í kjölfarið var Kanye bannaður frá Twitter fyrir að hvetja til ofbeldis. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti sjálfur um þessa ákvörðun.

Kanye glímir við geðhvarfasýki, netverjar eru í dag eru þó ekki vissir um að geðhvarfasýki útskýri furðulega framkomu hans og ummæli eða ekki. Ein á Twitter skrifar þó : „Kanye er alveg genginn af göflunum“ og virðast minnst 34 þúsund manns taka undir með þeirri yfirlýsingu.  Annar bendir á að það skipti ekki öllu máli hvort Kanye sé andlega veikur eða ekki. Það sem skipti máli sé hvort hann sé hættulegur, og það sé hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Draumastelpa en láttu þig dreyma“

Vikan á Instagram – „Draumastelpa en láttu þig dreyma“
Fókus
Í gær

Adda varð kynþroska níu ára, þybbin og fyrir áreitni sem leiddi til átröskunar – „Ég leitaði í áfengi og flúði í slæmt samband með þrítugum manni, 17 ára gömul‟

Adda varð kynþroska níu ára, þybbin og fyrir áreitni sem leiddi til átröskunar – „Ég leitaði í áfengi og flúði í slæmt samband með þrítugum manni, 17 ára gömul‟
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins

Breskur gæðaleikari bætist í hóp Íslandsvina – Heillaður af náttúru landsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð

Hönnuður stjarnanna sætir harðri gagnrýni fyrir nýja auglýsingarherferð