fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Fókus

Fyrrverandi klámstjarna sakar eiginmanninn um framhjáhald – Gerði það sama við Söndru Bullock

Fókus
Föstudaginn 2. desember 2022 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski frumkvöðullinn og sjónvarpsmaðurinn Jesse James er sakaður um framhjáhald af óléttri eiginkonu sinni.

Jesse er giftur fyrrverandi klámstjörnunni Bonnie Rotten, sem lét hann heyra það á samfélagsmiðlum og sagði að hann væri „upptekinn við að reyna að ríða öðrum konum á meðan ég er ólétt.“

Skjáskot/Instagram

„Ég er svo sár eftir allt sem hann hefur gert mér. Honum er sama um alla nema sig sjálfan og hann er í alvörunni ógeðsleg mannvera,“ sagði hún í annarri færslu.

Bonnie, 29 ára, sagði að fólk hafi reynt að vara hana við Jesse, 53 ára. „Ég hefði átt að vita betur,“ sagði hún. Þau gengu í það heilaga í júní á þessu ári.

Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem Jesse er bendlaður við framhjáhald.

Hann er örugglega hvað þekktastur fyrir að hafa verið giftur leikkonunni Söndru Bullock, og fyrir að hafa haldið framhjá henni. Hann viðurkenndi það í viðtali við Daily Mail árið 2017.

„Já, ég hélt framhjá eiginkonu minni. Já ég tók ábyrgð á því og baðst afsökunar,“ sagði Jesse. Hann var giftur leikkonunni frá 2005 til 2010.

Stuttu eftir skilnaðinn byrjaði hann með frægu tattúlistakonunni Kat Von D og þau trúlofuðust stuttu seinna, því sambandi lauk eftir tæpt ár og er hann sagður hafa haldið framhjá henni með nítján mismunandi konum. Hann var einnig sakaður um að hafa haldið framhjá fjórðu eiginkonu sinni, kappaksturskonunni Alexis Dejoria, með „allavega 20 konum.“

Jesse og Bonnie.

Neitar sök

Jesse tjáði sig um málið á Instagram í gær. „Vá… Einkalífið mitt er ansi áhugavert. Dæmdur sísvona en engin sönnunargön, engin óviðeigandi skilaboð, engin önnur kona að stíga fram?? Hvað er í gangi??“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar
Fókus
Í gær

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“

Tómas náði tindinum – „Gefandi að geta sem læknir komið svo mörgum til hjálpar á fjallinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús með verðlaunagarði

Einbýlishús með verðlaunagarði
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“

„Nei, ég er ekki að verða pabbi. Ég er líka að verða móðir í annað sinn“