„Ég var mér til skammar í jólaboði vinnunnar,“ segir kona nokkur í bréfi sem hún skrifar til Jane O’Gorman, ráðgjafa Daily Star.
Konan segir Jane frá því sem gerðist í jólaboðinu. „Ég drakk of mikið, káfaði á yfirmanninum mínum og sagði nokkrum vinnufélögum að ég sé hrifinn af þeim og að ég sé með fantasíur um þá.“
Ljóst er að konan er lítil í sér eftir kvöldið en hún segir að daginn eftir jólaboðið hafi umræður um hegðunina hennar farið af stað í WhatsApp hóp vinnunnar. „Fólk var að gera hræðilega brandara um mig,“ segir konan.
„Ég kom með nokkrar lélegar afsakanir en það var eins og að hella olíu á eldinn. Nú líður mér hræðilega. Af hverju er ég svona mikill bjáni?“
Konan segist hafa drukkið áður en hún mætti í jólaboðið. Þá segist hún hafa dansað á borði í boðinu og að hún hafi verið klædd í kjól sem, að hennar sögn, sýndi of mikið. Einnig segist hún hafa kysst vinkonu sína og boðið ókunnugum að stunda með sér kynlíf.
„Ég á ekki að mæta aftur í vinnuna fyrr en 4. janúar. Ætti ég að hætta núna?“ spyr konan að lokum.
Jane segir þó að hún ætti ekki að gera það. „Þú verður að mæta 4. janúar og taka afleiðingunum,“ segir hún og ráðleggur konunni að spyrja hvort hún geti talað við yfirmanninn sinn til að biðjast afsökunar á hegðuninni sinni.
„Ef honum finnst að það þurfi að refsa þér eða jafnvel reka þig þá er ég viss um að hann eigi eftir að segja þér það,“ segir Jane svo. „Ef það eru fleiri sem þurfa að heyra þig biðja afsökunar þá áttu að sýna styrk, horfa í augun á þeim og gera hið rétta.“