fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kokkur konungsfjölskyldunnar segir Meghan hafa hæðst að drottningunni – „Svipurinn á Harry segir allt sem segja þarf“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. desember 2022 15:30

Mynd/Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri hluti heimildarþáttaraðar um hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle kom út í gær og hefur vakið gríðarlega athygli.

Margir hafa beðið eftir þáttunum með mikilli eftirvæntingu og hafa sumir gengið svo langt að spá því að Harry verði sviptur titlinum prins, gangi þættirnir of nærri heiðri bresku konungsfjölskyldunnar.

Sjá einnig: Stærstu sprengjurnar úr umdeildum þáttum Harry og Meghan

Fyrrverandi kokkur Díönu prinsessu og prinsanna tveggja er meðal þeirra sem telur hjónin hafa gengið of langt, sérstaklega þegar Meghan Markle „gerði lítið úr drottningunni“ þegar hún hneigði sig háðslega.

Í þættinum lýsti hún fyrsta fundi sínum með drottningunni við sýningu America‘s Medieval Times. Hún viðurkenndi að aðstæðurnar hafi gert hana mjög taugaóstyrka. Hún lék síðan eftir hvernig hún hneigði sig djúpt. Umrætt atvik í þættinum hefur verið harðlega gagnrýnt og er hún sökuð um að hæðast að drottningunni og konungsfjölskyldunni með þessu. Meðal gagnrýnenda er kokkurinn Darren McGrady, sem eldaði ofan í Elísabetu drottningu, Díönu prinsessu og prinsana Vilhjálm og Harry í fimmtán ár.

„Svipurinn á honum þegar eiginkona hans hlær um að hafa þurft að hneigja sig fyrir drottningunni segir allt sem segja þarf,“ segir hann.

„Ég hef þekkt Harry síðan ég hélt á honum sem smábarni á meðan Díana prinsesa borðaði morgunkorn í eldhúsinu í Windsor-kastalanum.“

Sjá einnig: Fimm skipti þar sem hertogahjónunum verður tvísaga í nýju þáttunum

Í þáttunum sagði Harry að Meghan væri eins og móðir hans heitin. Við því segir Darren: „Eiginkona þín mun aldrei verða eins og, eða eitthvað lík móður þinni. Ég þekkti Díönu prinsessu í fimmtán ár, hún er ekkert lík henni.“

Fjölmargir hafa lýst andúð sinni á hvernig Meghan hneigði sig og saka hana um að hæðast að drottningunni heitinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram