Nýtt trend hefur tekið samfélagsmiðla með stormi undanfarna daga. Smáforritið Lensa gerir notendum kleift að endurgera myndir með aðstoð gervigreindar. Á nýju myndunum er fólk eins og ofurhetjur og alls konar teiknimyndasöguhetjur. Ef þú hefur skoðað samfélagsmiðla eitthvað undanfarna daga þá hafa þessar færslur ekki farið framhjá þér.
Það vakti athygli í gær að Edda hafi ekki fengið þær niðurstöður frá gervigreindinni sem hún hafi vonast eftir.
Sjá einnig: Allir glæsilegir í nýju trendi nema Edda – „Sjálfsmyndin mín er gjörsamlega í gólfinu akkúrat núna“
Það er ekki bara Edda sem fékk slæma útreið frá forritinu. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir tók líka þátt í trendinu en gervigreindin virtist eitthvað ákveðin í að hafa hana nakta á mörgum myndum.
Ekki nóg með það þá gaf gervigreindin henni líka brjóstastækkun.
En Þórunn Antonía fékk einnig flottar myndir þar sem hún er fullklædd.
View this post on Instagram