fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

8 merki um að þú sért með óraunhæfar væntingar til sambandsins

Fókus
Föstudaginn 9. desember 2022 22:01

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæti verið að þú sért með óraunhæfar væntingar þegar kemur að ástarsamböndum? Sálfræðingurinn Lalitaa Suglani hefur oft fengið slík mál inn á borð til sín.

Í færslu á Instagram rakti hún að fólk eigi það til að hafa gífurlegar væntingar til sambanda án þess að gera sér endilega grein fyrir því. Svo þegar þessum væntingum er ekki mætt þá finni fólk fyrir vonbrigðum og ergelsi sem svo leiðir til þess að fólk upplifir að maki þeirra sé ekki að standa sig í stykkinu.

„Okkur fer þá að líða eins og þetta sé ekki að ganga upp og þetta sé ekki að uppfylla hugmynd okkar um „sanna ást“ og þá langar okkur að slíta þessu án þess að eiga samtal um það og án þess að reyna að vinna með þessar væntingar.“

Lalitaa tók fram að okkur tekst stundum ekki að sjá að væntingar okkar byggja á okkar eigin hugmyndum og hugsjónum, og okkar eigin skilgreiningu sem er mótuð af reynslu okkar í lífinu.

„Lykilatriðið hér er „Okkar“ ekki þeirra. Við viljum að hin manneskjan mæti okkar kröfum, hugsjónum og markmiðum en við þurfum líka að taka tillit til ÞEIRRA væntinga til okkar og finna öruggt rými til að ræða þetta í gegn.“

Hún deildi svo átta óraunhæfum væntingum sem fólk hefur til sambanda.

  1. Að makinn sé aldrei ósammála þér og að vilja að þeir taki alltaf undir með þér.
  2. Að makinn þurfi að vera hluti af öllum þínum plönum 
  3. Að makinn þurfi að „fullkomna þig“ eða gera allt í sínu valdi til að gera þig hamingjusama/n/t
  4. Að makanum megi ekki finnast aðrir en þú aðlaðandi
  5. Að makinn þurfi stöðugt að vera í samskiptum við þig með skilaboðum eða símtölum 
  6. Að makinn eigi að geta lesið hugsanir þínar og vitað hvernig þér líður 
  7. Að þú þurfir alltaf að finna fyrir ást, tengingu eða spennu 
  8. Að vilja að makinn skilji þig algjörlega 

Lalitaa tók fram að þessar væntingar eigi ekki bara við ástarsambönd heldur geti líka átt við vinasambönd, fjölskyldusambönd og vinnusambönd.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram