fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tinder stefnumótið breyttist í 9 mánaða martröð – Svo kom sannleikurinn í ljós

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 16:41

Jamie Aitken - Mynd: News.com.au

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jamie Atken, 32 ára karlmaður, fór á stefnumót með Jaclyn McGowan eftir að þau tengdust á stefnumótaforritinu Tinder óraði hann ekki fyrir því að næstu 9 mánuðir yrðu að martröð.

Í samtali við News.com.au útskýrir Jamie hvernig þetta eina stefnumót átti eftir að breyta lífi hans. „Eftir að við fengum okkur drykk fórum við saman á hótelherbergið hennar og ég gisti hjá henni um nóttina. Morgunin eftir vorum við saman og svo fór ég að hitta fjölskylduna mína,“ segir Jamie.

Nokkrum dögum síðar sendi Jaclyn honum skilaboð og spurði hvort hann vildi hitta hana aftur. Jamie segist hafa hugsað með sér að hún væri ekki sú rétta svo hann sagði nei við öðru stefnumóti. „Hún spurði mig aftur nokkrum dögum síðar en ég sagði aftur nei,“ segir Jamie.

Jákvæð óléttupróf

Þrjár vikur liðu svo og Jamie heyrði ekkert í Jaclyn, þar til hún sendi honum mynd af tveimur jákvæðum óléttuprófum. „Ekki missa vitið. Þetta er mitt vandamál, ekki þitt og ég mun sjá um þetta,“ skrifaði hún með myndunum.

Jamie sagði þá við hana að hann myndi styðja við barnið og ákváðu þau að skipta með sér forræði þess jafnt á milli sín. Jamie reyndi þá að hitta Jaclyn aftur en nú var það hún sem neitaði, hann hugsaði ekki mikið út í það og segist hafa virt hennar ákvörðun um að vilja ekki hitta sig.

Það leið svo ekki langur tími þar til Jaclyn ákvað að loka á Jamie á öllum samfélagsmiðlum en svo tók við tímabil þar sem hún opnaði og lokaði á hann til skiptis. „Þú ert vond manneskja,“ sagði hún einu sinni við hann, að hans sögn upp úr þurru. Jaclyn neitaði svo að eiga í samskiptum við Jamie en hann segist hafa verið hjálparlaus á þeim tíma.

„Í eitt skiptið opnaði hún aftur á samskiptin til að segja mér að við værum að eignast strák,“ segir Jamie og bætir við að Jaclyn hafi einnig ákveðið nafn á drenginn, Noah. Það var þá sem félaga Jamie fór að gruna Jaclyn um græsku. „Ég held að hún sé að búa þetta allt saman til,“ sagði einn þeirra en Jamie trúði ekki að það gæti verið raunin.

Hann hélt því áfram að styðja við Jaclyn en þegar það átti að vera einungis einn mánuður í settan dag þá hvarf hún af öllum samfélagsmiðlum. Á svipuðum tíma rak Katie, kærasta bróður Jamie, augun í Jaclyn í klippingu en hún flúði áður en Katie gat sagt eitthvað við hana. Síðar mætti Jaclyn í vinnuna til bróður Jamie en lét sig svo hverfa strax aftur.

Sannleikurinn kom í ljós

Um það bil mánuði seinna, þegar barnið átti að koma í heiminn, tók móðir Jamie eftir því að Jaclyn hafði stofnað nýjan aðgang Facebook. Notendamyndin á aðganginum var af Jaclyn með nýfæddu barni. Jamie segist hafa verið skelfingu lostinn þegar hann sá myndina.

Jamie mundi þá að einn af vinum hans var áður að vinna með Jaclyn, hann fékk vininn til að heyra í henni en vinurinn sagði honum að Jaclyn hafi aldrei verið ólétt. Þá sagði vinurinn að barnið á myndinni væri barn systur hennar.

Það var á þessu augnabliki sem Jamie ákvað að fara til lögreglunnar með málið. Lögreglan mætti svo heim til Jaclyn þar sem hún viðurkenndi að hafa logið um óléttuna. Hún hafði notað gervi óléttubumbu til að líta út fyrir að vera ólétt á myndum en hún var einnig með hana á sér þegar hún fór í vinnuna til bróður Jamie. Sónarmyndirnar sem hún hafði sent á Jamie voru svo frá systur hennar.

„Ég er bara að halda áfram með lífið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka